
Leiðbeinandi óskast í afleysingar á deildum í Nóaborg
Leikskólinn Nóaborg, Stangarholti leitar að leiðbeinanda til að leysa af á deildum og er starfið laust fnú þegar eða eftir nánara samkomulagi Um er að ræða fullt starf en hlutastarf kemur til greina.
Leikskólinn Nóaborg er staðsettur í Stangarholti 11, rétt ofan við Hlemm. Einkunnarorð leikskólans eru Leikum-Lærum- Njótum. Leikskólinn leggur áherslu á læsi og íslenskt mál auk þess sem Nóaborg er þátttakandi í þróunarverkefni þar sem unnið er með tónlist.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félag leikskólakennara.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Anna Margrét Ólafsdóttir, leikskólastjóri í síma 693-9830 eða með tölvupósti á netfangið [email protected]
Kennsla og ummönnun leikskólabarna undir leiðsögn deildarstjóra
-Sjálfstæð vinnubrögð
-Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
-Íslenskukunnátta að lágmarki B2 samkvæmt samevrópskum matskvarða um tungumálaviðmið.
-Hreint sakavottorð
-Reynsla af leikskólastarfi æskileg
-Faglegur metnaður og brennandi áhugi á starfi með börnum
-Frumkvæði í starfi
-36 stunda vinnuvika
-Sundkort
-Samgöngustyrkur
-Menningarkort
-Líkamsræktarstyrkur
-Frítt fæði
-Forgangur í leikskóla fyrir börn starfsmanna þegar börnin hafa náð eins árs aldri
Íslenska










