Barnaskóli Kársness
Barnaskóli Kársness
Barnaskóli Kársness

Heimilisfræðikennari óskast út skólaárið

Barnaskóli Kársness er nýr skóli sem hýsir fjögurra deilda leikskóla og yngsta stig grunnskóla ásamt frístund. Skólabyggingin er öll hin glæsilegasta sem skapar spennandi tækifæri í skólastarfi fyrir um 60-80 leikskólabörn og um 300 nemendur í 1.-4. bekk.

Við leitum að öflugum og metnaðarfullum heimilisfræðikennara til starfa í 80% starf frá 20. febrúar og út skólaárið.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Kennir heimilisfræði í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla og skólanámskrá
  • Kennir nemendum hreinlæti, grunnmatargerð, notkun helstu eldhúsáhalda og umgengni við búnað
  • Skipuleggur og leiðir fjölbreyttar kennslustundir sem miðast við þroska og færni nemenda
  • Skapar öruggt, jákvætt og hvetjandi námsumhverfi sem styður sjálfstæði, sköpun og samvinnu 
  • Vinnur í nánu samstarfi við aðra kennara og starfsfólk skólans 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Kennaramenntun og leyfisbréf sem kennari
  • Reynsla og þekking á heimilisfræðikennslu æskileg
  • Góð þekking á upplýsingatækni og notkun rafrænna miðla í kennslu og starfi
  • Einlægur áhugi á að vinna með börnum og unglingum
  • Þolinmæði og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Framsækni í kennsluháttum
  • Stundvísi, snyrtimennska og áreiðanleiki
  • Góð íslenskukunnátta
Fríðindi í starfi

Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins

Auglýsing birt22. janúar 2026
Umsóknarfrestur4. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Skólagerði 1, 200 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar