

Aðstoð í eldhúsi hjá LSR (50% starf)
LSR leitar að öflugri og jákvæðri aðstoðarmanneskju í eldhús sjóðsins. Í starfinu felst almenn aðstoð við rekstur eldhúss og mötuneytis LSR í nánu samstarfi við matráð. Vinnutími er að jafnaði milli kl. 10:00 og 14:00 alla virka daga. Mikill meirihluti starfsfólks LSR nýtir sér þjónustu eldhússins daglega en hjá sjóðnum starfa 67 manns.
Viðkomandi vinnur náið með matráði og tekur þátt í daglegum störfum eldhússins. Meðal verkefna eru:
• Almenn aðstoð við matargerð og undirbúning (s.s. skurður, uppsetning, frágangur).
• Uppsetning og frágangur í tengslum við hádegismat.
• Uppvask og umsjón með búnaði.
• Þrif og hreinlæti í eldhúsi og tengdum rýmum.
• Aðstoð við vöruumsjón (t.d. móttaka vara, frágangur, einföld skráning/tiltekt).
• Afleysingar fyrir matráð í fríum og við forföll.
• Önnur tilfallandi verkefni eftir þörfum.
• Reynsla af eldhússtörfum og/eða mötuneyti er æskileg.
• Vandvirkni, snyrtimennska og rík ábyrgðartilfinning.
• Góð þjónustulund og hæfni í samstarfi.
• Getur talað og skilið íslensku eða ensku.
• Getur unnið sjálfstætt, sérstaklega við afleysingar.
• 50% hlutastarf í skipulögðu og vinalegu vinnuumhverfi.
• Skýrt skipulag og gott samstarf í litlu og samhentu teymi.
• Fjölbreytt og hagnýt verkefni í daglegum rekstri eldhúss.
Íslenska
Enska










