LSR - Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins
LSR - Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins
LSR - Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins

Sérfræðingur í upplýsingaöryggi

LSR leitar að öflugum og metnaðarfullum sérfræðingi í upplýsingaöryggi til að ganga til liðs við teymi áhættustýringar sjóðsins. Um er að ræða lykilhlutverk þar sem viðkomandi ber víðtæka ábyrgð á stjórnkerfi upplýsingaöryggis, áhættumati og samhæfingu öryggis- og viðbragðsferla innan sjóðsins.

Markmið starfsins er að tryggja trausta vernd upplýsinga, styðja við öruggan og sjálfbæran rekstur sjóðsins og tryggja hlítni við lög, reglur og kröfur eftirlitsaðila í síbreytilegu umhverfi upplýsinga- og netöryggis.

Helstu verkefni og ábyrgð

•    Gegnir stöðu öryggisstjóra LSR.
•    Hefur umsjón með stjórnkerfi upplýsingaöryggis og þróun þess.
•    Leiðir viðnáms- og öryggisprófanir og samræmingarverkefni.
•    Sér um viðhald og eftirfylgni endurreisnar-, neyðar- og viðbragðsáætlana.
•    Hefur umsjón með úttektaráætlunum og stýrir vinnu við úrlausn öryggisatvika.
•    Sér um samskipti við Fjármálaeftirlit vegna upplýsingaöryggismála.
•    Hefur umsjón með innri og ytri úttektum tengdum upplýsingaöryggi.
•    Fylgist með ytra regluverki upplýsingaöryggis og stuðlar að því að sjóðurinn starfi í samræmi við það.
•    Sinnir öðrum verkefnum innan áhættustýringar sem tengjast upplýsingatækni, s.s. greiningu og áhættumati.

Menntunar- og hæfniskröfur

•    Háskólapróf sem nýtist í starfi, t.d. á sviði upplýsingatækni, tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði, viðskiptafræði eða tengdra greina.
•    Að lágmarki 5 ára reynsla af störfum á sviði upplýsingaöryggis.
•    Reynsla af upplýsingaöryggisstjórnkerfum og/eða öðrum stjórnkerfum (t.d. ISO 27001).
•    Þekking á lögum og regluverki á sviði net- og upplýsingaöryggis (t.d. DORA) er kostur.
•    Drifkraftur, skipulagshæfni, sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði.
•    Góð samskiptafærni og reynsla af teymisvinnu.
•    Gott vald á íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti.
•    Þekking á lífeyris- eða fjármálamarkaði er kostur.

Auglýsing birt28. janúar 2026
Umsóknarfrestur10. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Engjateigur 11, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.ÁhættugreiningPathCreated with Sketch.ÁreiðanleikiPathCreated with Sketch.AðlögunarhæfniPathCreated with Sketch.DrifkrafturPathCreated with Sketch.FagmennskaPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.GagnagreiningPathCreated with Sketch.HeiðarleikiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögð
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar