

Sérfræðingur í upplýsingaöryggi
LSR leitar að öflugum og metnaðarfullum sérfræðingi í upplýsingaöryggi til að ganga til liðs við teymi áhættustýringar sjóðsins. Um er að ræða lykilhlutverk þar sem viðkomandi ber víðtæka ábyrgð á stjórnkerfi upplýsingaöryggis, áhættumati og samhæfingu öryggis- og viðbragðsferla innan sjóðsins.
Markmið starfsins er að tryggja trausta vernd upplýsinga, styðja við öruggan og sjálfbæran rekstur sjóðsins og tryggja hlítni við lög, reglur og kröfur eftirlitsaðila í síbreytilegu umhverfi upplýsinga- og netöryggis.
• Gegnir stöðu öryggisstjóra LSR.
• Hefur umsjón með stjórnkerfi upplýsingaöryggis og þróun þess.
• Leiðir viðnáms- og öryggisprófanir og samræmingarverkefni.
• Sér um viðhald og eftirfylgni endurreisnar-, neyðar- og viðbragðsáætlana.
• Hefur umsjón með úttektaráætlunum og stýrir vinnu við úrlausn öryggisatvika.
• Sér um samskipti við Fjármálaeftirlit vegna upplýsingaöryggismála.
• Hefur umsjón með innri og ytri úttektum tengdum upplýsingaöryggi.
• Fylgist með ytra regluverki upplýsingaöryggis og stuðlar að því að sjóðurinn starfi í samræmi við það.
• Sinnir öðrum verkefnum innan áhættustýringar sem tengjast upplýsingatækni, s.s. greiningu og áhættumati.
• Háskólapróf sem nýtist í starfi, t.d. á sviði upplýsingatækni, tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði, viðskiptafræði eða tengdra greina.
• Að lágmarki 5 ára reynsla af störfum á sviði upplýsingaöryggis.
• Reynsla af upplýsingaöryggisstjórnkerfum og/eða öðrum stjórnkerfum (t.d. ISO 27001).
• Þekking á lögum og regluverki á sviði net- og upplýsingaöryggis (t.d. DORA) er kostur.
• Drifkraftur, skipulagshæfni, sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði.
• Góð samskiptafærni og reynsla af teymisvinnu.
• Gott vald á íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti.
• Þekking á lífeyris- eða fjármálamarkaði er kostur.
Íslenska
Enska






