Orka náttúrunnar
Orka náttúrunnar
Orka náttúrunnar

Ábyrgðaraðili verkskipulags

Orka náttúrunnar leitar að öflugum og reynslumiklum sérfræðingi í starf ábyrgðaraðila verkskipulags.

Viðkomandi mun gegna lykilhlutverki við að tryggja skilvirkt verkflæði, rekstraröryggi og hámarka nýtingu mannafla og fjármuna.

Hlutverkið felur í sér eignarhald á viðhaldsstjórnunarferli ON og viðhaldsstjórnunarkerfi (DMM) ásamt ábyrgð á rekstri kerfisins og þróun þess.

Í hlutverki ábyrgðaraðila verkskipulags færðu umboð og traust til þess að móta ferla og verklag sem tryggja að viðhaldsverkefni, verkbeiðnir og önnur verk séu:

  • rétt skilgreind og undirbúin
  • rétt forgangsröðuð í samvinnu við eigendur búnaðar og stjórnendur
  • tímasett og úthlutuð með markvissum hætti
  • faglega afgreidd í markvissri samvinnu þvert á rekstur virkjana

Ef þú býrð yfir leiðtogafærni og ástríðu fyrir skilvirku verkflæði þá hvetjum við þig til þess að sækja um starfið.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Skipuleggja og samræma viðhaldsverkefni, verkbeiðnir og úthlutun verkefna
  • Sjá um rekstur, þróun og daglega notkun DMM-kerfisins, þ.á.m. uppfærslur, stillingar og notendaþjálfun
  • Tryggja gæði, áreiðanleika og samræmi gagna í kerfinu
  • Fylgjast með framvindu verka, skila stöðuskýrslum, greina frávik og koma með tillögur að úrbótum
  • Vinna náið með stjórnendum, verkstæði og ábyrgðaraðilum búnaðar að forgangsröðun og samræmingu verka
  • Þróa ferla og vinna markvisst að umbótum til að auka skilvirkni og draga úr kostnaði
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af verkskipulagi og viðhaldsstýringu rekstrar- og viðhaldsverkefna í sambærilegu starfsumhverfi
  • Marktæk reynsla af notkun viðhaldskerfa og færni í gagna- og ferlavinnu
  • Sterk kerfishugsun, yfirsýn og geta til að sameina fólk, gögn og ferla í eina heild
  • Framúrskarandi samskiptafærni og hæfni til að miðla upplýsingum í ræðu og riti
  • Áreiðanleiki, frumkvæði og geta til að vinna sjálfstætt jafnt sem í samstarfi
  • Umbótasinnað viðhorf og lausnamiðuð hugsun
  • Árangursdrifni og leiðtogahæfileikar sem smita því hugarfari til samstarfsfólks
  • Menntun sem nýtist í starfi er kostur, s.s. á sviði verkfræði/tækni eða sambærilegu

Umsókn um starfið skal fylgja ferilskrá og kynningabréf þar sem umsækjendur gera grein fyrir hæfni sinni í starfið með vísan í hæfniskröfur.

Auglýsing birt30. janúar 2026
Umsóknarfrestur15. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Nesjavallavirkjun 170925, 801 Selfoss
Hellisheiðarvirkjun
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Hönnun ferlaPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Skipulag
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar