
Voltus
Voltus ehf. sinnir sölu og þjónustu á tækjum og búnaði fyrir fagfólk og fyrirtæki í iðnaði, byggingariðnaði og tengdum greinum. Fyrirtækið leggur áherslu á vandaðar og áreiðanlegar vörur frá viðurkenndum framleiðendum, faglega ráðgjöf og góða þjónustu. Meðal helstu birgja félagsins eru Kobelco, Heli og Mesda. Markmið félagsins er að mæta þörfum viðskiptavina með hagkvæmum lausnum, skjótum afgreiðslum og traustum samskiptum.
Hjá félaginu starfar 15 manna samhent liðsheild þar sem lögð er áhersla á að hver og einn nái að nýta hæfileika sína og þekkingu til að sinna krefjandi verkefnum. Áhersla er lögð á fagleg vinnubrögð, frumkvæði og hæfni til að sinna þörfum viðskiptavina með sem bestum hætti.
Félagið rekur tvær starfsstöðvar, í Mosfellsbæ og á Akureyri. Það var stofnað á árinu 2024 en fram að því var starfsemin rekin undir nafni Verkfæra. Boðið er uppá góða starfsaðstöðu þar sem lögð er áhersla á öruggt starfsumhverfi, tækifæri til starfsþróunar og markvisst er unnið að því að skapa umhverfi þar sem allir fá tækifæri til að blómstra.
Framkvæmdastjóri
Viltu leiða metnaðarfullt fyrirtæki í vexti og hafa raunveruleg áhrif á framtíð þess?
Við leitum að öflugum og framsýnum framkvæmdastjóra sem vill taka virkan þátt í uppbyggingu, stefnumótun og daglegri stjórnun félagsins.
Þetta er krefjandi og spennandi lykilhlutverk fyrir einstakling með sterka leiðtogahæfni, rekstrarlegt innsæi og brennandi áhuga á að byggja upp árangursríkt og þjónustumiðað fyrirtæki.
Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á daglegri stjórnun og framtíðarþróunar Voltus. Starfið felur í sér mótun stefnu, eftirfylgni með markmiðum, fjárhagslega ábyrgð og forystu öflugs og samhents teymis. Lögð er áhersla á fagleg vinnubrögð, skilvirka ferla, framúrskarandi þjónustu og stöðugar umbætur.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Yfirstjórn daglegs reksturs og starfsemi fyrirtækisins.
- Mótun og eftirfylgni með stefnu, markmiðum og rekstraráætlunum.
- Ábyrgð á fjárhagslegum rekstri, kostnaðareftirliti og arðsemi.
- Efling þjónustugæða og ánægju viðskiptavina.
- Eftirfylgni með útskuldun og nýtingu starfsfólks í þjónustudeild.
- Tryggja að allir ferlar innan fyrirtækisins séu skilgreindir og þeim sé fylgt.
- Mannauðsstjórnun, þ.m.t. ráðningar, starfsþróun og árangursstjórnun.
- Samskipti við helstu hagsmunaaðila, viðskiptavini og samstarfsaðila.
- Greining tækifæra til vaxtar, nýrra verkefna og umbóta.
- Tryggja að starfsemi sé í samræmi við lög, reglur og gæðastaðla.
- Annað sem til fellur.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. á sviði viðskiptafræði, rekstrar, verkfræði eða sambærilegu.
- Reynsla af æðstu stjórnunarstörfum, helst í rekstri þjónustu- eða heildsölufyrirtækja.
- Traust reynsla af fjárhagslegri ábyrgð, áætlanagerð og kostnaðareftirliti.
- Skýr og öflug leiðtogahæfni með fókus á árangur, ábyrgð og samvinnu.
- Reynsla af mannauðsstjórnun, þar á meðal ráðningum, frammistöðustjórnun og starfsþróun.
- Geta til að byggja upp skilvirk teymi og jákvæða vinnustaðamenningu.
- Sterk greiningarhæfni og geta til að taka upplýstar og gagnadrifnar ákvarðanir.
- Skilningur á þjónustugæðum, þjónustustigi og ánægju viðskiptavina.
- Framsýn hugsun og hæfni til að greina tækifæri til vaxtar og nýrra verkefna.
- Skipulögð vinnubrögð og sterk ábyrgðartilfinning.
- Góð almenn tölvukunnátta.
- Góð íslensku- og enskukunnátta.
Auglýsing birt30. janúar 2026
Umsóknarfrestur7. febrúar 2026
Tungumálahæfni
EnskaNauðsyn
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Bugðufljót 11, 270 Mosfellsbær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Verkefnastjóri á hönnunar- og framkvæmdadeild
Landspítali

Sérfræðingur á fjármálasviði
LSR - Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins

Ráðgjafi einstaklinga - Norðurturn
Íslandsbanki

Sérfræðingur í veghönnun
Vegagerðin

Corporate Finance Coordinator | Embla Medical
Embla Medical | Össur

Öflugur bókari óskast til HMS
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS)

Ábyrgðaraðili verkskipulags
Orka náttúrunnar

Verkefnastjóri stafrænna kerfa
Landsnet hf.

Innkaupasérfræðingur - Fjármálasvið
Hafnarfjarðarbær

Sérfræðingur í rekstri stjórn- og varnarbúnaðar
Landsnet hf.

Sérfræðingur í stjórnun flutningskerfis
Landsnet

Bókari
Landsnet hf.