

Samskipti og mörk með Lausnahringnum
Á þessu einstaka og hagnýta 60 mínútna rafræna námskeiði fá foreldrar einfalt og áhrifaríkt verkfæri til að efla samskipti með börnum og öðrum fjölskyldumeðlimum. Þau efla traust og virðingu sem styrkir alla á heimilinu í að finna lausnamiðaða nálgun í samskiptum.
Lausnahringurinn er markviss samskiptaleið sem byggir á sjö lausnum sem efla sjálfsstjórn, virðingu fyrir mörkum og lausnamiðaða hugsun í samskiptum. Á námskeiðinu fá þátttakendur innsýn í hugmyndafræðina að baki Lausnahringnum og læra hvernig mætti beita henni í daglegu uppeldi. Lögð er áhersla á að tengja fræðin við raunverulegar aðstæður fjölskyldulífs og styðja foreldra og aðra uppalendur í því að leiða með jákvæðri fyrirmynd.
Þátttakendur fá í hendur hagnýt verkfæri og æfingar sem styðja við samræður, tilfinningaskilning og valdeflingu allra á heimilinu.