

Aðferðafræði markþjálfunar fyrir stjórnendur
Árangur stjórnenda byggir í auknum mæli á hæfni þeirra til að laða fram það besta í sínu fólki. Markþjálfun hefur fest sig í sessi sem öflug og áhrifarík aðferðafræði sem veitir stjórnendum verkfæri til að skapa skýrari sýn, meiri ábyrgð og öflugri árangur hjá teymum sínum.
Á þessu námskeiði læra stjórnendur að tileinka sér grunnþætti markþjálfunar og hvernig þeir geta nýtt þá í daglegu starfi. Þátttakendur munu öðlast skilning á hvernig öflug samtöl, virk hlustun og markvissar spurningar geta valdeflt starfsfólk, aukið sjálfstraust, ýtt undir frumkvæði og leyst úr læðingi leynda hæfileika innan vinnustaðarins.
Námskeiðið styrkir stjórnendur í að:
- Byggja upp og viðhalda trausti og opnum samskiptum í teymum
- Hvetja starfsfólk til aukinnar ábyrgðar og sjálfstæðrar hugsunar
- Leysa úr áskorunum með því að virkja visku og hæfileika teyma sinna
- Styrkja eigin leiðtogafærni með aukinni sjálfsþekkingu
Stjórnendur sem tileinka sér aðferðafræði markþjálfunar eru betur í stakk búnir til að skapa heilbrigða og jákvæða vinnustaðamenningu, draga úr streitu, og efla árangur sinn og starfsmanna sinna. Með markþjálfun öðlast þeir mikilvæga færni sem eykur skilvirkni og ánægju í starfi og styður við langtíma velgengni fyrirtækisins.