Iðan fræðslusetur
Iðan fræðslusetur
Iðan fræðslusetur

TIG suða

Náðu tökum TIG-suðu – bókleg og verkleg þjálfun í TIG suðu

Námskeiðið er ætlað einstaklingum sem vilja tileinka sér grunnfærni í TIG-suðu, hvort sem þeir eru að hefja nám í iðngrein eða bæta við sig sérhæfðri verkþekkingu. Hentar sérstaklega þeim sem vinna eða hyggjast vinna við málmsuðu, viðhald eða málmsmíði.

Markmið námskeiðsins er að veita þátttakendum bóklega og verklega undirstöðu í TIG-suðu, svo þeir geti unnið örugglega með ólíkum búnaði og efni við suðuvinnu.

Á námskeiðinu verður fjallað um:

  • Meðhöndlun málma fyrir og eftir suðu
  • Still­ing á suðuvélum og val á réttum gasi
  • Mat og mæling á gasflæði
  • Val og slípun suðuskauta
  • Framkvæmd á einföldum TIG-suðum (t.d. stúfsuður og kverksuður)
  • Öryggisatriði og meðferð rafmagnstækja við suðu
  • Grunnatriði rafmagnsfræðinnar sem tengjast suðuvinnu

Engar sérstakar forkröfur en grunnskilningur á iðnaðarumhverfi er kostur. Nemendur þurfa að mæta í viðeigandi vinnufatnaði. Allur nauðsynlegur búnaður og tæki verða á staðnum.

Hefst
29. sept. 2025
Tegund
Staðnám
Tímalengd
2 skipti
Deila
Senda í Messenger
Deila með öðrum
Afrita hlekk
Flokkar