Iðan fræðslusetur
Iðan fræðslusetur
Iðan fræðslusetur

Öryggi í málmiðnaði

Auktu öryggi í vinnuumhverfi málmiðnaðar – lög, reglur og góðar starfsvenjur á þremur klukkustundum.

Námskeiðið hentar fyrir alla starfsmenn í málmiðnaði: vélvirkja, vélstjóra, plötusmiði og verkamenn.

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur auki þekkingu á réttindum og skyldum í vinnuvernd, ásamt að því að kynnast helstu reglum, hættum og forvörnum í málmiðnaði.

Á námskeiðinu verður fjallað um:

  • Vinnuvernd á Íslandi og ábyrgð atvinnurekenda, verkstjóra og starfsfólks
  • Hávaða, lýsingu, inniloft og meðhöndlun varúðarmerkt efna
  • Öryggisblöð og öryggisráðstafanir vegna efna
  • Vélbúnað og merkingar véla
  • Réttindi á vinnuvélar og helstu hættur tengdar þeim
  • Viðhald véla og tækja, klemmihættu og hlífar á vélum
  • Varúðarfjarlægðir, læsa – merkja – prófa verklag
  • Hættur í lokuðu rými og fallhættur
  • Skilgreiningar á vinnuslysi, óhappi og næstum slysi
  • Skráningu og tilkynningu vinnuslysa
  • Helstu orsakir vinnuslysa og forvarnir
  • Notkun persónuhlífðarbúnaðar
Hefst
29. sept. 2025
Tegund
Staðnám
Tímalengd
1 skipti
Deila
Senda í Messenger
Deila með öðrum
Afrita hlekk
Flokkar