
Íslyft / Steinbock þjónustan ehf
Íslyft / Steinbock þjónustan er elsta lyftaraþjónustufyrirtæki landsins og stærsti innflytjandi á tækjum og búnaði á Íslandi.
Við þjónum fjölbreyttum hópi viðskiptavina m.a. í fiskvinnslu, landbúnaði, verktökum, vöruhúsum, heildsölum, álverum og fleiri atvinnugreinum. Höfuðstöðvar félagsins eru á Kársnesi í Kópavogi og einnig er starfstöð á Akureyri.
Í dag er Íslyft / Steinbock Þjónustan talið með traustari fyrirtækjum landsins með áratuga reynslu á sínu sviði. Viðurkenningar Creditinfo sem framúrskarandi fyrirtæki um áraraðir bera vott um þann árangur og orðspor sem fyrirtækið hefur skapað sér.

Verkstjóri á verkstæði Íslyft í Kópavogi
Óskum eftir að ráða öflugan verkstjóra til að leiða verkstæði okkar á Kársnesi í Kópavogi.
Um er að ræða framtíðarstarf í traustu og öruggu fyrirtæki sem hefur verið starfandi í rúm 50 ár eða síðan 1972.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Dagleg stjórnun og ábyrgð á rekstri verkstæðisþjónustu
- Yfirumsjón, innleiðing og uppfærsla ferla á verkstæði í samráði við stjórnendur
- Ábyrgð á daglegri umgengni
- Niðurröðun sumarfría í samráði við stjórnendur
- Verkstýring verkefna
- Viðgerðir, viðhald og standsetning á vélum og tækjum
- Samskipti við núverandi viðskiptavini
- Önnur tilfallandi verkefni í samráði við stjórnendur
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi
- Góð færni í skipulagningu og forgangsröðun verkefna
- Leiðtogahæfileikar og færni í að byggja upp sterkt teymi
- Þekking á skilvirkum og öruggum ferlum í verkstæðisþjónustu
- Frumkvæði, lausnamiðuð hugsun og jákvætt hugarfar
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Góð samskiptafærni á íslensku- og ensku
Fríðindi í starfi
- Niðurgreiddur hádegismatur
- Ýmsir viðburðir á vegum fyrirtækisins
- Starfsmannafélag
- Golfhermir
- Píluaðstaða
- Borðtennis og Pool-borð
Auglýsing birt16. apríl 2025
Umsóknarfrestur10. maí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Vesturvör 32A, 200 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
Innleiðing ferlaLeiðtogahæfniMannleg samskiptiVélvirkjun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)

Starfsmaður á brotajárnstætara
Hringrás Endurvinnsla

Car Transport & Maintenance Driver
Nordic Car Rental

Starfsmaður í smur- og dekkjaþjónustu/Oil and tire service
Höldur ehf. - Bílaleiga Akureyrar

Stöðvarstjóri á Ísafirði
Frumherji hf

Viðgerðarmenn - Þjónustuverkstæði
VHE

Vélstjóri
Bláa Lónið

Sumarstarf í framleiðslu - Framleiðsla og lager
GKS innréttingar

Starfsmaður í lagerstarf
GKS innréttingar

Vélvirki í tæknideild
Myllan-Ora

Verkstæði
Aflvélar ehf.

Bifvélavirki/Auto mechanic
Bílaver ÁK ehf.

Starfsfólk óskast
Pípulagnir suðurlands ehf