
VSÓ Ráðgjöf ehf.
VSÓ veitir alhliða verkfræðiráðgjöf með áherslu á trausta og faglega þjónustu og hagkvæmar lausnir. Á skrifstofum VSÓ í Reykjavík og í Noregi starfar yfir 90 manna samhentur hópur verkfræðinga og annarra tæknimenntaðra starfsmanna.

Verkefnastjórn og framkvæmdaráðgjöf byggingarframkvæmda
Langar þig að stuðla að uppbyggingu í samfélaginu? Við leitum að metnaðarfullum verkfræðingi, tæknifræðingi eða byggingafræðingi til starfa til við verkefnastjórnun, framkvæmdaeftirlit og framkvæmdaráðgjöf vegna húsbygginga og annarra byggingarframkvæmda.
Um starfið
Sem sérfræðingur á sviði verkefnastjórnunar byggingarframkvæmda munt þú vinna við:
- Verkefnastjórnun: Undirbúning og stjórnum byggingarframkvæmda.
- Framkvæmdaeftirlit: Eftirlit með verklegum framkvæmdum, eftirfylgni með áætlunum, úttektir á verkstað o.fl.
- Áætlanagerð: Gerð kostnaðaráætlana, líftímakostnaðargreininga (LCC), lífsferilsgreininga (LCA), orkuútreikninga, endurnotkunaráætlana o.fl.
- Umhverfisvottanir: Úttektir, eftirfylgni, gerð skilagagna og önnur ráðgjöf vegna Svansvottunar.
- Byggingareðlisfræði og rakavarnir: Úttektir og tæknilegar úrlausnir vegna myglu- og rakavarna.
- Ýmis framkvæmdaráðgjöf og skýrslugerð: Þarfagreiningar, ástandsúttektir, viðhaldsáætlanir, gerð útboðsgagna, samningagerð o.m.fl.
Hæfniskröfur
Við leitum að einstaklingi með eftirfarandi eiginleika og færni:
- Menntun: Háskólamenntun á sviði verkfræði, tæknifræði eða byggingafræði. Sveinspróf eða iðnmenntun á sviði húsbygginga er kostur.
- Reynsla: Starfsreynsla af sambærilegum störfum er æskileg, en ekki skilyrði.
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð: Skipulagshæfni og lausnamiðuð hugsun.
- Samskipahæfni: Hæfni til að vinna sjálfstætt og í teymi, jákvæðni og góð samskiptafærni.
- Tungumálakunnátta: Góð kunnátta í íslensku, bæði töluðu og rituðu máli.
Hvað bjóðum við
Við leggjum áherslu á að skapa jákvætt, sveigjanlegt og fjölskylduvænt vinnuumhverfi þar sem starfsfólk hefur tækifæri til persónulegrar og faglegrar þróunar í starfi. Meðal þess sem við bjóðum er:
- Skemmtilegt og hvetjandi starfsumhverfi.
- Tækifæri til að vinna að mikilvægum og áhrifamiklum uppbyggingarverkefnum.
- Sveigjanleiki í vinnu og jafnvægi milli vinnu og einkalífs.
- Líflegt félagsstarf.
Kynntu þér starfið nánar á www.vso.is/starfsumsokn/
Auglýsing birt21. mars 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Borgartún 20, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
ByggingafræðingurIðnfræðingurTæknifræðingurVerkfræðingur
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)

Verkefnastjóri
Ístak hf

Sérfræðingur í viðskiptaumsjón
Íslandsbanki

Framendaforritari í Tækniráðgjöf
Deloitte

Machine Designer
Embla Medical | Össur

Mælingamaður
Ístak hf

Surveyor / Quantity Surveyor (Civil Construction)
Ístak hf

Sérfræðingur í byggingarkostnaði
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS)

Sérfræðingur í viðskiptagreind (BI)
Expectus

Sérfræðingur í fjármálum og rekstri
Íslandsbanki

Verkefnastjóri nýframkvæmda
Reitir

Umhverfis-, heilsu- og öryggissérfræðingur / EHS Specialist
Alvotech hf

Sérfræðingur í gatna- og vegahönnun
VSB verkfræðistofa