
Íslandsbanki
Íslandsbanki er alhliða banki sem leggur áherslu á að koma til móts við þarfir viðskiptavina sinna og á sér langa sögu sem nær aftur til ársins 1875. Bankinn leggur áherslu á traustan rekstur og að hafa jákvæð áhrif í samfélaginu en hlutverk bankans er að vera hreyfiafl til góðra verka svo viðskiptavinir okkar nái árangri. Með framtíðarsýnina að vera #1 í þjónustu að leiðarljósi vinna þrjár viðskiptaeiningar þétt saman til þess að viðhalda góðum viðskiptasamböndum.
Hjá Íslandsbanka starfa um 750 manns sem hafa ástríðu fyrir árangri og vinna að lausnum fyrir viðskiptavini með fagmennsku að leiðarljósi. Við leggjum áherslu á að skapa virði til framtíðar með traustum rekstri og framúrskarandi þjónustu.

Sérfræðingur í viðskiptaumsjón
Ertu framúrskarandi ferlasérfræðingur með ástríðu fyrir umbótum?
Við leitum að sérfræðingi í viðskiptaumsjón sem hefur brennandi áhuga á ferlum, umbótum og stafrænni þróun.
Viðskiptaumsjón er ein af lykilstoðum bankans og sinnir m.a. umsýslu allra lána, innlendri og erlendri greiðslumiðlun, vörslu- og uppgjörsþjónustu vegna verðbréfa ásamt milli- og löginnheimtu fyrir hönd bankans.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Kortlagning og bestun á viðskiptaferlum með það að markmiði að auka skilvirkni og bæta þjónustu.
- Stýra og leiða umbótaverkefni sem stuðla að auknum árangri.
- Vinna í þverfaglegu teymi og fylgja eftir að heildarferlar styðji við bætta þjónustu til viðskiptavina.
- Taka þátt í innleiðingu stafrænna lausna með það að markmiði að bæta verklag í rekstri bankans
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun í verkfræði, viðskiptafræði, tölvunarfræði eða skyldum greinum.
- Reynsla af ferlagreiningu eða verkefnastjórnun.
- Skipulagshæfni, lausnamiðuð hugsun og færni í greiningu gagna.
- Góð samskiptahæfni og getu til að vinna með ólíkum teymum.
- Reynsla af bankastarfsemi eða fjármálamörkuðum er kostur.
Auglýsing birt30. apríl 2025
Umsóknarfrestur9. maí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Hagasmári 3, 201 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
Fljót/ur að læraFrumkvæðiGagnagreiningHeiðarleikiHönnun ferlaInnleiðing ferlaJákvæðniMannleg samskiptiMetnaðurSveigjanleikiTeymisvinnaVandvirkniVinna undir álagiÞjónustulundÞolinmæði
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Verkefnastjóri
Ístak hf

Hugbúnaðarsérfræðingur í þróunarteymi okkar
Star-Oddi (Stjörnu-Oddi hf.)

Bakendaforritari í Tækniráðgjöf
Deloitte

Framendaforritari í Tækniráðgjöf
Deloitte

Sumarstarf á málefnasviði
Viðskiptaráð

Senior Software Engineer
CCP Games

Data Analyst
LS Retail

Bókari
Landhelgisgæsla Íslands

Bókari - Ertu að útskrifast
Fastland ehf

Forritari Securitas
Securitas

Machine Designer
Embla Medical | Össur

Verkefnastjóri kennslukerfa og gervigreindar
Háskólinn í Reykjavík