Viðskiptaráð
Viðskiptaráð
Viðskiptaráð

Sumarstarf á málefnasviði

Viðskiptaráð leitar að metnaðarfullum einstaklingi í sumarstarf á málefnasviði. Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni sem miða að því að bæta rekstrarumhverfi íslensks atvinnulífs, með áherslu á skrif og greiningar.

Háskólanemar í hagfræði og lögfræði eru sérstaklega hvattir til að sækja um.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Skrif greina, úttekta, álita, skýrslna og greininga
  • Gagnasöfnun og rannsóknavinna til að styðja við útgáfur
  • Þátttaka í stefnumótun ráðsins og öðru innra starfi
  • Önnur tilfallandi skrifstofustörf
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Áhugi á efnahags- og þjóðmálum
  • Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og aðlögunarfærni
  • Sterk greiningarhæfni og nákvæmni í vinnubrögðum
  • Framúrskarandi færni í íslensku og góð færni í ensku, bæði í ræðu og riti
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og sterkur samstarfsvilji
Auglýsing birt25. apríl 2025
Umsóknarfrestur4. maí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Borgartún 35, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar