
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS)
Um vinnustaðinn
Húsnæðis-og mannvirkjastofnun hefur umsjón með stjórnsýsluverkefnum á sviði húsnæðismála, fasteigna, mannvirkjamála, rafmagnsöryggismála og mála er varða byggingarvörur og brunavarnir.
Stofnuninni er ætlað að stuðla að því að jafnvægi ríki á húsnæðismarkaði, m.a. með húsnæðisstuðningi, lánveitingum, rannsóknum, upplýsingagjöf, áætlanagerð og eftirliti. Einnig skal stofnunin leitast við að tryggja að almenningur hafi aðgang að öruggu og vistvænu húsnæði á viðráðanlegu verði og í samræmi við þarfir hvers og eins, óháð efnahag og búsetu, þannig að almenningur hafi raunverulegt val um búsetuform.
Stofnunin gegnir jafnframt samræmingarhlutverki, sinnir samstarfi við sveitarfélög um stjórnsýslu húsnæðis-og mannvirkjamála og stuðlar að fyrirsjáanleika, skilvirkni og gæðum mannvirkjagerðar. Húsnæðis-og mannvirkjastofnun annast umsýslu Húsnæðissjóðs. Starfsstöðvar stofnunarinnar eru í Reykjavík, Akureyri og á Sauðárkróki og eru starfsmenn 160 talsins.
Sérfræðingur í byggingarkostnaði
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) leitar að metnaðarfullum einstaklingi með tæknilega þekkingu á byggingu húseigna í teymi brunabótamats á starfsstöð HMS á Akureyri.
Samkvæmt lögum um brunatryggingar á að brunatryggja öll hús og er tryggingaupphæðin byggð á brunabótamati hússins. Matið á að endurspegla hvað það kostar að endurbyggja tiltekið hús eftir altjón þannig að það verði sambærilegt því sem það var áður með tilliti til aldurs og ástands.
Um er að ræða fjölbreytt og spennandi starf við útreikning byggingarkostnaðar og þróun á aðferðafræði brunabótamats. Mikil framþróun á sér stað í teyminu og krefjandi og skemmtileg verkefni framundan.
Starfið er staðsett á starfstöð HMS á Akureyri.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þróun aðferðarfræði við útreikning brunabótamats
- Framkvæmd kostnaðar- og brunabótamats
- Gagnasöfnun og skoðun eigna
- Greining og miðlun upplýsinga um byggingarkostnað og þróun brunabótamats
- Þjónusta við einstaklinga, fyrirtæki og sveitarfélög
- Önnur verkefni í samráði við teymisstjóra
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun á sviði verkfræði, tæknifræði eða byggingafræði
- Reynsla af mannvirkjagerð og /eða hönnun mannvirkja er kostur
- Þekking og reynsla af tölfræðilegri greiningu er kostur
- Reynsla af verkefnastjórnun er kostur
- Góð almenn tölvukunnátta
- Frumkvæði, skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð
- Lipurð í teymisvinnu, góðir samskiptahæfileikar og lausnamiðuð hugsun
- Góð íslensku og enskukunnátta
Auglýsing birt9. apríl 2025
Umsóknarfrestur12. maí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Borgartún 21, 105 Reykjavík
Hafnarstræti 107, 600 Akureyri
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Verkefnastjóri
Ístak hf

Sérfræðingur í viðskiptaumsjón
Íslandsbanki

Framendaforritari í Tækniráðgjöf
Deloitte

Machine Designer
Embla Medical | Össur

Mælingamaður
Ístak hf

Surveyor / Quantity Surveyor (Civil Construction)
Ístak hf

Sérfræðingur í viðskiptagreind (BI)
Expectus

Sérfræðingur í fjármálum og rekstri
Íslandsbanki

Verkefnastjóri nýframkvæmda
Reitir

Umhverfis-, heilsu- og öryggissérfræðingur / EHS Specialist
Alvotech hf

Sérfræðingur í gatna- og vegahönnun
VSB verkfræðistofa

Sérfræðingur í framkvæmdaeftirliti
VSB verkfræðistofa