
VSÓ Ráðgjöf ehf.
VSÓ veitir alhliða verkfræðiráðgjöf með áherslu á trausta og faglega þjónustu og hagkvæmar lausnir. Á skrifstofum VSÓ í Reykjavík og í Noregi starfar yfir 90 manna samhentur hópur verkfræðinga og annarra tæknimenntaðra starfsmanna.

Vega-, gatna- og stígahönnun á sviði Byggðatækni
Vilt þú stuðla að auknum hreyfanleika í samfélaginu? Við leitum að sérfræðingi í vega-, gatna- og stígahönnun á sviði byggðatækni.
Um starfið
Sem sérfræðingur í vega-, gatna- og stígahönnun munt þú vinna við:
- Vega-, stíga- og gatnagerð: Hönnun vega, gatna, stíga og annarra umferðar- og innviðamannvirkja bæði í þéttbýli og dreifbýli og fyrir fjölbreytta samgöngumáta.
- Yfirborðshönnun í þverfaglegu teymi: Hönnun yfirborðs fjölbreyttra umferðar- og almenningsrýma, aðlögun að landslagi, öryggiskröfum og samgöngulausnum í samstarfi við landslags-, jarðtækni-, veitu- og umferðarhönnuði.
- Áætlanagerð: Gerð kostnaðar- og verkáætlana vegna innviðaframkvæmda og undirbúnings þeirra.
- Gerð útboðsgagna: Gerð verklýsinga og annarra gagna fyrir útboð vegna innviðaframkvæmda.
- Önnur skýrslugerð: Ýmsar greiningar og gagnaúrvinnsla á sviði byggðatækni.
Um er að ræða kjörið tækifæri fyrir einstakling sem vill vinna í þverfaglegu og spennandi umhverfi.
Hæfniskröfur
Við leitum að einstaklingi með eftirfarandi hæfileika og færni:
- Menntun: Háskólamenntun á sviði verkfræði, tæknifræði eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi.
- Reynsla: Starfsreynsla af sambærilegum störfum er æskileg, en ekki skilyrði.
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð: Skipulagshæfni og lausnamiðuð hugsun.
- Samskiptahæfni: Hæfni til að vinna í teymi, jákvæðni og góð samskiptafærni.
- Tungumálakunnátta: Góð kunnátta í íslensku og ensku, bæði töluðu og rituðu máli.
Hvað bjóðum við
Við leggjum áherslu á að skapa jákvætt, sveigjanlegt og fjölskylduvænt vinnuumhverfi þar sem starfsfólk hefur tækifæri til persónulegrar og faglegrar þróunar í starfi. Meðal þess sem við bjóðum er:
- Skemmtilegt og hvetjandi starfsumhverfi.
- Tækifæri til að vinna að mikilvægum og áhrifamiklum uppbyggingarverkefnum.
- Sveigjanleiki í vinnu og jafnvægi milli vinnu og einkalífs.
- Líflegt félagsstarf.
Kynntu þér starfið nánar á www.vso.is/starfsumsokn/
Auglýsing birt17. apríl 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Borgartún 20, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
TæknifræðingurVerkfræðingur
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)

Verkefnastjóri
Ístak hf

Sérfræðingur í viðskiptaumsjón
Íslandsbanki

Framendaforritari í Tækniráðgjöf
Deloitte

Machine Designer
Embla Medical | Össur

Mælingamaður
Ístak hf

Surveyor / Quantity Surveyor (Civil Construction)
Ístak hf

Sérfræðingur í byggingarkostnaði
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS)

Sérfræðingur í viðskiptagreind (BI)
Expectus

Sérfræðingur í fjármálum og rekstri
Íslandsbanki

Umhverfis-, heilsu- og öryggissérfræðingur / EHS Specialist
Alvotech hf

Sérfræðingur í gatna- og vegahönnun
VSB verkfræðistofa

Sérfræðingur í framkvæmdaeftirliti
VSB verkfræðistofa