LYST
LYST

Veitingastjóri LYST

Við hjá LYST leitum að veitingastjóra sem hefur brennandi áhuga á góðri þjónustu, skemmtilegu vinnu umhverfi, vínum, kaffi og lifandi vinnustað Sem veitingastjóri verður þú lykilaðili í að skapa þá fallegu og skemmtilegu orku sem LYST er þekkt fyrir.

Starfið felst í daglegri stjórnun veitingasals, leiðtogahlutverki innan teymisins og ábyrgð á því að allt flæði í þjónustu gangi hnökralaust fyrir sig. Þú vinnur náið með eiganda og stjórnendum og færð tækifæri til að hafa raunveruleg áhrif á þróun þjónustu og upplifun gesta.

Helstu verkefni og ábyrgð

Helstu verkefni:

  • Dagleg stjórnun á veitingasal og þjónustu.

  • Leiða, styðja og hvetja starfsfólk.

  • Vaktstýring og skipulag í daglegum rekstri.

  • Gæðastjórnun og samskipti við gesti.

  • Lausn áskorana og trygging á jákvæðri upplifun allra gesta.

  • Samvinna við eiganda og stjórnendur um rekstur og viðburði.

  • Pantanir fyrir barinn
Menntunar- og hæfniskröfur

Sveinspróf í framreisðlu eða matreiðslu - mikilvægt

Reynsla úr svipuðu starfi - mikilvægt

20 ára og eldri

Auglýsing birt17. nóvember 2025
Umsóknarfrestur29. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Eyrarlandsvegur 30, 600 Akureyri
Hafnarstræti 91, 600 Akureyri
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar