

Vaktstöð Vegagerðarinnar á Ísafirði
Þekkir þú staðhætti á Íslandi og hefur þú áhuga á því að hjálpa vegfarendum að komast örugglega ferðar sinnar um samgöngukerfi landsins, allt árið um kring?
Við leitum að starfsmanni á vaktstöðina á Ísafirði, sem er hluti af deildinni Vöktun og upplýsingar á þjónustusviði Vegagerðarinnar.
Á Vaktstöð Vegagerðarinnar vinna rúmlega 30 starfsmenn á vöktum alla daga ársins. Stærstu verkefni vaktstöðvar eru vöktun jarðganga og samræming vetrarþjónustu. Í vaktstöð fer fram vöktun á veðri og færð, vöktun á ástandi vega og samgangna, stjórnun og samræming aðgerða, samstarf með neyðaraðilum og miðlun upplýsinga innan Vegagerðarinnar sem og út á við til almennings.
Vaktstöð vinnur náið með upplýsingaþjónustu 1777, vegaþjónustu og þjónustustöðvum Vegagerðarinnar auk verktaka um land allt, sveitarfélögum, og eftir atvikum með lögreglu og björgunarsveitum varðandi viðbragð, útköll og upplýsingagjöf.
Starfsfólk Vöktunar og upplýsinga hafa jákvætt hugarfar, eru þjónustulunduð, vinna þétt saman í aðgerðum og geta haldið ró sinni í krefjandi aðstæðum. Þau eru skipulögð og sjálfstæð í vinnubrögðum ásamt því að búa yfir framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni.
- Háskólapróf á sviði öryggisfræða, neyðarstjórnunar eða annað nám sem nýtist í starfi
- Reynsla af því að taka ákvarðanir undir álagi samkvæmt verkferlum
- Farsæl reynsla af þverfaglegu samstarfi
- Reynsla af notkun og greiningu veðurgagna mikill kostur
- Reynsla af starfi þar sem ríkir öflug öryggismenning eða reynsla af vaktstarfi, stjórnun í stjórnstöð eða neyðarstjórnun kostur
- Mjög góð færni í mannlegum samskiptum
- Mjög góð tölvukunnátta
- Mjög góð færni til að tjá sig á íslensku og ensku í rituðu og töluðu máli
- Geta til að vinna á vöktum allan sólarhringinn
Íslenska
Enska

