La Trattoria
La Trattoria
La Trattoria

Vaktstjóri í sal í 100% starf - La Trattoria, Smáralind

La Trattoria í Smáralind óskar eftir að ráða inn brosmildan og skemmtilegan vaktstjóra á gólfið hjá sér frá og með janúar 2026.

Við leitum að einstakling í fullt starf.

Unnið er á 2-2-3 vöktum, frá 10:00 - 22:00 á virkum dögum og 11:00 - 23:00 um helgar.

La Trattoria er ítalskur veitingastaður og vínbar sem eigendur Grillmarkaðsins opnuðu í samstarfi við Zenato vínframleiðendur á Ítalíu.

La Trattoria opnaði á Hafnartorgi árið 2022 og hefur stimplað sig inn sem einn vinsælasti veitingastaður Höfuðborgarsvæðisins síðustu ár. La Trattoria opnaði sinn stærsta stað til þessa í Smáralind í Nóvember síðastliðnum.

Staðurinn býður upp á fjölbreytt úrval rétta innblásna víða frá Ítalíu með áherslu á hágæða hráefni og einfaldleika eins og ítölsk matreiðsla gerir best.

Ef þú hefur:

  • Reynslu í veitingabransanum
  • Íslensku kunnáttu
  • Frumkvæði
  • Gaman að samskiptum við fólk og tilbúin að taka ábyrgð undir pressu

Þá erum við að leita af þér!

Endilega sæktu um hér eða sendu okkur póst á [email protected]

Helstu verkefni og ábyrgð

Opna og loka á þínum vöktum, uppgjör og framúrskarandi þjónusta

Auglýsing birt10. desember 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Hagasmári 1, 201 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar