
Hafrannsóknastofnun
Hafrannsóknastofnun er stærsta rannsóknastofnun landsins á sviði haf- og vatnarannsókna og gegnir auk þess ráðgjafarhlutverki varðandi skynsamlega nýtingu og verndun auðlinda hafs og vatna. Stofnunin heyrir undir matvælaráðuneytið.
Stofnunin rekur, auk aðalstöðvar í Hafnarfirði, starfsstöðvar vítt og breitt um landið, tilraunaeldisstöð, tvö rannsóknaskip og hjá stofnuninni starfa að jafnaði um 190 manns í fjölbreyttum störfum.

Umsjónarmaður veiðarfæra og rekstrarbúnaðar
Hafrannsóknastofnun auglýsir starf umsjónamanns veiðarfæra og rekstarbúnaðar laust til umsóknar. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf fyrir dugmikinn og þjónustuliprann einstakling. Starfið felur í sér umsjón og ábyrgð á verkefnum tengdum rekstrarvörulager og veiðafærum útgerðar, auk tækjabúnaðar sem tengist útgerð og starfsemi stofnunarinnar.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Hafa umsjón með veiðarfærum og rekstrarvörulager, þar með talið skipulag, skráningu og viðhald.
- Annast innkaup og pöntun á rekstrarvöru fyrir rannsóknarskip, bíla, tæki og lager.
- Gera og framfylgja viðhaldsáætlunum fyrir tæki, búnað og farartæki sem heyra undir lagerinn.
- Innleiða og reka bókunarkerfi fyrir afnot af búnaði, tækjum og tólum.
- Veita öfluga þjónustu við innri og ytri viðskiptavini í tengslum við afnot og aðgengi að veiðafærum og búnaði. Fylgja stefnu og áherslum stofnunarinnar, m.a. í tengslum við sjálfbærni og umhverfismál.
- Vinna önnur tilfallandi verkefni samkvæmt fyrirmælum yfirmanns
Menntunar- og hæfniskröfur
- Sérhæfð starfsreynsla sem nýtist í starfi
- Þekking og reynsla á innkaupaferlum, veiðafærum og vörustjórnun.
- Geta til að gera viðhaldsáætlanir.
- Þekking og reynsla af útboðsmálum æskileg.
- Lipurð í mannlegum samskiptum og góð þjónustulund.
- Frumkvæði, drifkraftur og metnaður
- Sjálfstæð vinnubrögð og lausnamiðuð nálgun
- Jákvætt viðmót, þjónustulund og góðir samskiptahæfileikar
- Rík öryggis og kostnaðarvitund
- Góð færni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku.
Auglýsing birt10. nóvember 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
EnskaNauðsyn
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Fornubúðir 5, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Starfsmaður í Matvælaframleiðslu
Álfasaga ehf

Húsvörður hjá KPMG
KPMG á Íslandi

Einstaklingur vanur dekkjaviðgerðum og þjónustu
N-Verkfæri ehf

Tæknilegur sölustjóri
Vinnvinn

Hlaupari - Hafnarfjörður
Terra hf.

Jákvæður og duglegur starfsmaður óskast til að þvo ull?
Ístex - Lopi

Starfsmaður í fasteignadeild
Tækniskólinn

Liðsfélagi í samsetningu búnaðar
Marel

Liðsfélagi í glerblástur
Marel

Umsjónarmaður fasteignar (Facilities Manager)
Laugarás Lagoon

Sushi starfsmaður
Álfasaga ehf

Skrifstofustarf - Skipulag og gagnafærsla - Hlustastarf
Next Level Smíði ehf.