Hafrannsóknastofnun
Hafrannsóknastofnun
Hafrannsóknastofnun

Umsjónarmaður veiðarfæra og rekstrarbúnaðar

Hafrannsóknastofnun auglýsir starf umsjónamanns veiðarfæra og rekstarbúnaðar laust til umsóknar. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf fyrir dugmikinn og þjónustuliprann einstakling. Starfið felur í sér umsjón og ábyrgð á verkefnum tengdum rekstrarvörulager og veiðafærum útgerðar, auk tækjabúnaðar sem tengist útgerð og starfsemi stofnunarinnar.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Hafa umsjón með veiðarfærum og rekstrarvörulager, þar með talið skipulag, skráningu og viðhald.
  • Annast innkaup og pöntun á rekstrarvöru fyrir rannsóknarskip, bíla, tæki og lager.
  • Gera og framfylgja viðhaldsáætlunum fyrir tæki, búnað og farartæki sem heyra undir lagerinn.
  • Innleiða og reka bókunarkerfi fyrir afnot af búnaði, tækjum og tólum.
  • Veita öfluga þjónustu við innri og ytri viðskiptavini í tengslum við afnot og aðgengi að veiðafærum og búnaði. Fylgja stefnu og áherslum stofnunarinnar, m.a. í tengslum við sjálfbærni og umhverfismál.
  • Vinna önnur tilfallandi verkefni samkvæmt fyrirmælum yfirmanns
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Sérhæfð starfsreynsla sem nýtist í starfi
  • Þekking og reynsla á innkaupaferlum, veiðafærum og vörustjórnun.
  • Geta til að gera viðhaldsáætlanir.
  •  Þekking og reynsla af útboðsmálum æskileg.
  • Lipurð í mannlegum samskiptum og góð þjónustulund.
  • Frumkvæði, drifkraftur og metnaður 
  • Sjálfstæð vinnubrögð og lausnamiðuð nálgun
  • Jákvætt viðmót, þjónustulund og góðir samskiptahæfileikar
  • Rík öryggis og kostnaðarvitund
  • Góð færni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku.
Auglýsing birt10. nóvember 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Framúrskarandi
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Fornubúðir 5, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar