
Six Rivers Iceland ehf
Six Rivers Project ehf. eru náttúruverndarsamtök sem voru stofnuð til að leita leiða við að snúa við þeirri ógnvænlegu þróun sem hefur orðið á Atlantshafslaxinum. Allar tekjur af rekstri Six Rivers Project í laxveiðiánum sex á norðaustur hluta landsins (Selá, Hofsá, Sunnudalsá, Vesturdalsá, Miðfjarðará og Hafralónsá) renna til rannsókna til að stemma stigu við fækkun Atlantshafslaxins.

Umsjónamaður eigna
Six Rivers Iceland og Sólarsalir ehf. reka í dag veiðihús ásamt fjölmörgum öðrum fasteignum og húsbyggingum sem krefjast reglulegrar umsjónar og viðhalds. Við leitum nú að ábyrgum og lausnamiðuðum einstaklingi í fullt starf sem umsjónarmaður fasteigna á Vopnafirði.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Annast reglulegt eftirlit með eignum fyrirtækisins.
- Fara yfir gátlista og gera kostnaðaráætlanir vegna viðhalds og framkvæmda.
- Tryggja að allt viðhald sé í lagi og sinna minniháttar viðhaldsverkefnum, s.s. málningarvinnu og smærri lagfæringum.
- Hafa góða yfirsýn yfir rekstur eigna, þar á meðal lagnir, rafmagn og almennt húsnæðisrekstur.
- Kalla til viðeigandi verktaka/viðgerðaraðila þegar þörf krefur.
- Skipuleggja árlega viðhaldsáætlun og fylgja henni eftir.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af fasteignaumsjón, húsvörslu eða sambærilegum störfum er kostur.
- Iðnmenntun (t.d. pípulagnir, rafvirkjun, húsasmíði) er mikill kostur.
- Góð þekking á almennum rekstri fasteigna og viðhaldi.
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
- Frumkvæði, lausnamiðuð nálgun og ábyrgðartilfinning.
- Lipurð í mannlegum samskiptum.
- Ökuréttindi.
- Góð enskukunnátta.
Fríðindi í starfi
- Fjölbreytt og áhugavert starf í skemmtilegu umhverfi.
- Stöðugleika í starfi og tækifæri til að hafa raunveruleg áhrif á skipulag og umbætur fasteigna.
- Gott samstarf við starfsfólk og samstarfsaðila.
- Húsnæði.
Auglýsing birt23. september 2025
Umsóknarfrestur7. október 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Hafnarbyggð 19, 690 Vopnafjörður
Starfstegund
Hentugt fyrir
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Húsasmiður / Trésmiður - á starfstöð Frost í Garðabæ
Frost

Meiraprófsbílstjóri (C)
Dropp

Starfsfólk í loftstokkahreinsun
Hitatækni ehf

Umsjónarmaður fasteigna
Háskóli Íslands

Smiður - Tækifæri til að vera þinnar hamingju smiður!
IKEA

Garðaþjónusta/ Hellulagnir / Snjómokstur
Garðaþjónusta Sigurjóns ehf

Akranes: Söluráðgjafi í fagsölu
Húsasmiðjan

Ofnastjórnandi í Álendurvinnslu
Alur Álvinnsla ehf

Húsasmiður / Einstaklingur með starfsreynslu - Carpenter / Experienced worker in carpentry
ETH ehf.

Smiður / aðstoðarmaður smiðs / Carpenter
PS. Verk

Construction worker with a lifting equipment J license!
GG Verk ehf

Þjónustu og Uppsetningarmaður LED skjáa
LED skilti ehf.