
Þjónustu og Uppsetningarmaður LED skjáa
Led Skilti ehf. leitar að öflugum og lausnamiðuðum starfsmanni til starfa við uppsetningar og þjónustu á LED skjám og önnur verkefni sem tengjast starfseminni.
Um starfið
- Ýmis verk sem tengjast starfsemi fyrirtækisins.
- Stór hluti vinnunnar fer fram utandyra.
- Vinnutími er kl. 8–17 alla virka daga.
- Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Hæfniskröfur
- Sjálfstæð og ábyrg vinnubrögð.
- Gott verkvit og jákvætt viðmót.
- Reynsla eða kunnátta í smíði, rafmagni eða öðru skyldu sviði er kostur.
- Líkamleg geta til að vinna utandyra við fjölbreytt verkefni.
Við erum að leita að hressum og duglegum einstaklingum til að bætast í teymið okkar.
Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt, tekið frumkvæði og lagt sig fram við að leysa úr verkefnum af mikilli fagmennsku.
Þjónusta, viðgerðir og sala á ledskjám













