Líf & List
Líf & List

Tímabundið starf til jóla - Fullt starf

Tímabundið starf:

Líf & List óskar eftir því að ráða einstakling í fullt starf í verslun okkar í Smáralind. Um er að ræða tímabundið starf til jóla. Mikil aukavinna í boði á skemmtilegum vinnustað.

Aldurstakmark: 18 ára.

Starfslýsing:

Í starfinu felst einna helst afgreiðsla í verslun, afgreiðsla á netpöntunum, tiltekt og frágangur á vörum, áfyllingar og innpökkun á gjöfum.

Unnið er aðra hvora helgi og á móti helgarvinnu er veittur frídagur einn virkan dag í viku hverri. Vinnutímar eru frá 11-18/19 á virkum dögum, 11-18 á laugardögum og 12-17 á sunnudögum og svo frá ýmist 11-19 eða 13-22 þegar jólaopnun Smáralindar hefst í miðjum desember. Ef áhugi er fyrir hendi er möguleiki á meiri vinnu.

Vinsamlegast athugið að einungis er verið að leita eftir einstakling í fullt starf og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst.

Kröfur:
Stundvísi, jákvæðni, rík þjónustulund og snyrtimennska.

Auglýsing birt20. október 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Hagasmári 1, 201 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar