
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu
Hjá sýslumönnum nálgast þú ýmsa þjónustu ríkisins, ýmist rafrænt eða með komu á eina af mörgum skrifstofum sýslumanna víða um land. Nýr kafli er hafinn í sögu sýslumannsembætta sem rekja má til tækniframfara í samfélaginu og eru embættin á fleygiferð í stafrænni vegferð og þróun þjónustu til viðskiptavina.
Hjá embætti Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu starfa um 100 manns og íbúar umdæmisins eru um 242.000.
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu annast umsóknir um vegabréf og ökuskírteini, sinnir fjölskyldumálum, veitir leyfi til ættleiðinga, hefur eftirlit með skráningu heimagistinga, sinnir ýmsum opinberum skráningum svo sem þinglýsingum, auk fleiri verkefna.

Þjónustufulltrúi á fullnustu- og skiptasviði
Þjónustufulltrúi á fullnustu- og skiptasviði sinnir fjölbreyttum verkefnum á málaflokkum sviðsins. Verkefni varða lög sem gilda um málaflokkana, s.s. fjárnám, nauðungarsölur, útburðar- og innsetningargerðir, kyrrsetningar, lögbönn, löggeymslur og skipti á dánarbúum. Þjónustufulltrúi ber ábyrgð á að þjónusta viðskiptavini, taka á móti, afgreiða og skrá beiðnir og gögn og leysa farsællega úr verkefnum. Þjónustufulltrúi skal vinna að faglegri afgreiðslu mála samkvæmt lögbundnum verkferlum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Meginverkefni er á sviði fullnustugerða en sinnir verkefnum annarra faghópa eftir þörfum
- Upplýsingagjöf, leiðbeiningar og samskipti við viðskiptavini.
- Skráning mála, umsýsla, bakvinnsla og eftirfylgni.
- Undirbúningur fyrir fyrirtökur, móttaka og skráning afturkallana og frestana.
- Úrlausn og eftirfylgni mála í samráði við fulltrúa.
- Fylgd með fulltrúa í fullnustugerðum.
- Frágangur gagna, skönnun og skjalavarsla.
- Sinnir öðrum verkefnum, þvert á embættið, að beiðni yfirmanns.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Stúdentspróf skilyrði, háskólapróf kostur
- Góð samskiptafærni og þjónustulund
- Geta til að takast á við áskoranir með jákvæðu viðhorfi
- Vilji til að þróa eigin færni í takt við þróun starfsins
- Hæfni til að miðla upplýsingum
- Skipulagshæfileikar og sjálfstæði í starfi
- Nákvæmni og traust vinnubrögð
- Álagsþol og þrautseigja
- Góð tölvukunnátta
- Íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
Auglýsing birt15. maí 2025
Umsóknarfrestur30. maí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Hlíðasmári 1, 201 Kópavogur
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Aðstoðarmaður lögmanna
LEX Lögmannsstofa

Félagsráðgjafi eða sérfræðingur í barna- og fjölskylduvernd
Fjölskyldusvið

Ráðgjafi í þjónustuver HMS á Sauðárkróki
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS)

Skrifstofustarf hjá Samgöngustofu
Samgöngustofa

Starfsmaður í bókhald og almenn skrifstofustörf
Fortis lögmannsstofa

Starfsmann á skrifstofu félagsins
Sjálfsbjörg, félag hreyfihamlaðra á höfuðborgarsvæðinu

Skrifstofustjóri - Víðistaðaskóli
Hafnarfjarðarbær

Markaðs- og kynningarstjóri (50-100%)
Kraftur

Fjáröflunarstjóri
Kraftur

Fulltrúi á skrifstofu Sláturfélags Suðurlands, 50-100% starf
SS - Sláturfélag Suðurlands

Þjónustufulltrúi í þjónustu- og þróun
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu

Móttökuritari - sumarstarf í Heimahjúkrun
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins