

Skrifstofustarf hjá Samgöngustofu
Laus er til umsóknar staða fulltrúa í NorType verkefninu á umferðarsviði Samgöngustofu. NorType er samstarfsverkefni Íslands, Noregs, Svíþjóðar og Finnlands og varðar skráningar á tækniupplýsingum úr heildargerðarviðurkenningum ökutækja sem eru á ensku. Um tímabundna ráðningu er að ræða til tveggja ára. Starfshlutfallið er 100%.
· Móttaka gagna frá gagnabanka gerðarviðurkenninga
· Skráning gagna fyrir NorType gagnagrunninn
· Yfirferð og samræming gagna
· Starfsmaður getur þurft að taka að sér önnur tilfallandi verkefni tímabundið og/eða leyst aðra starfsmenn af
· Önnur skráningarverkefni á umferðarsviði
· Stúdentspróf eða sambærileg menntun
· Bíltækniþekking kostur
· Mjög góð tölvukunnátta
· Mjög góð excel kunnátta
· Skipulagshæfni og sterk ferla- og umbótahugsun
· Sjálfstæði, frumkvæði og metnaður í starfi.
· Mjög góð íslensku og enskukunnátta
Í boði er spennandi starf hjá metnaðarfullri stofnun í alþjóðlegu umhverfi. Við bjóðum upp á góða starfsaðstöðu og frábæra vinnufélaga.













