
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS)
Um vinnustaðinn
Húsnæðis-og mannvirkjastofnun hefur umsjón með stjórnsýsluverkefnum á sviði húsnæðismála, fasteigna, mannvirkjamála, rafmagnsöryggismála og mála er varða byggingarvörur og brunavarnir.
Stofnuninni er ætlað að stuðla að því að jafnvægi ríki á húsnæðismarkaði, m.a. með húsnæðisstuðningi, lánveitingum, rannsóknum, upplýsingagjöf, áætlanagerð og eftirliti. Einnig skal stofnunin leitast við að tryggja að almenningur hafi aðgang að öruggu og vistvænu húsnæði á viðráðanlegu verði og í samræmi við þarfir hvers og eins, óháð efnahag og búsetu, þannig að almenningur hafi raunverulegt val um búsetuform.
Stofnunin gegnir jafnframt samræmingarhlutverki, sinnir samstarfi við sveitarfélög um stjórnsýslu húsnæðis-og mannvirkjamála og stuðlar að fyrirsjáanleika, skilvirkni og gæðum mannvirkjagerðar. Húsnæðis-og mannvirkjastofnun annast umsýslu Húsnæðissjóðs. Starfsstöðvar stofnunarinnar eru í Reykjavík, Akureyri og á Sauðárkróki og eru starfsmenn 160 talsins.
Lögfræðingur HMS á Sauðárkróki
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) leitar að öflugum og metnaðarfullum lögfræðingi til starfa á starfsstöð HMS á Sauðárkróki.
Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf þar sem unnið er að spennandi verkefnum á sviði brunavarna, slökkviliða, húsnæðisbóta og leigumála. Starfið veitir einstakt tækifæri til að hafa áhrif og taka virkan þátt í samfélagslega mikilvægum verkefnum. Lögfræðingurinn starfar þvert á málaflokka í góðu samstarfi við sérfræðinga og stjórnendur. Starfið heyrir beint undir framkvæmdastjóra og krefst bæði sjálfstæðis, frumkvæðis og góðrar samskiptahæfni.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Lögfræðiráðgjöf og fræðsla á sviði brunavarna, slökkviliða, húsnæðisbóta og leigumála
- Úrlausn fjölbreyttra lögfræðiverkefna í samstarfi við stjórnendur og starfsfólk
- Gerð lögfræðilegra álita, minnisblaða, bréfa, umsagna og samninga
- Umsjón með ritun greinargerða vegna kærumála
- Gerð verklagsreglna og leiðbeininga innan málefnasviða
- Þátttaka í stefnumótun og þróun málaflokka
- Ráðgjöf og samskipti við önnur stjórnvöld og hagaðila
- Önnur verkefni sem starfsmanni eru falin
Menntunar- og hæfniskröfur
- Grunn- og meistaranám eða embættispróf í lögfræði
- Reynsla af lögfræðistörfum er kostur
- Þekking á stjórnsýslurétti og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur
- Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Skipulagshæfileikar og nákvæmni í vinnubrögðum
- Færni í mannlegum samskiptum og hæfileikar til að starfa í hópi
- Góð tölvukunnátta
- Mjög gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti
Auglýsing birt16. maí 2025
Umsóknarfrestur2. júní 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Borgartún 21, 105 Reykjavík
Ártorg 1, 550 Sauðárkrókur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Ráðgjafi í málefnum fatlaðs fólks
Fjölskyldusvið

Félagsráðgjafi eða sérfræðingur í barna- og fjölskylduvernd
Fjölskyldusvið

Skrifstofustarf hjá Samgöngustofu
Samgöngustofa

Policy Officer (Energy and Climate) Internal Market Division
EFTA Secretariat

Persónuvernd og upplýsingaöryggi hjá Deloitte
Deloitte

Sérfræðingur á skrifstofu heilbrigðisþjónustu
Heilbrigðisráðuneytið

Sector Officer – Local Development and Social Affairs
Financial Mechanism Office (FMO)

Sector Officer Culture
Financial Mechanism Office (FMO)

Ert þú lögfræðingurinn sem við leitum að?
Seðlabanki Íslands

Sérfræðingur í skipulagsgerð og stefnumótun
Skipulagsstofnun

Hversu vel þekkir þú verðbréfamarkaðinn?
Seðlabanki Íslands

Háaleitisskóli – Aðstoðarskólastjóri
Reykjanesbær