Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands

Ert þú lögfræðingurinn sem við leitum að?

SEÐLABANKI ÍSLANDS óskar eftir að ráða lögfræðing í deild lögfræðiþjónustu og regluvörslu á skrifstofu bankastjóra.
Skrifstofa bankastjóra hefur miðlæga yfirsýn yfir málefni, rekstur og starfsemi bankans, styður við störf bankaráðs og nefnda bankans auk seðlabankastjóra og varaseðlabankastjóra. Skrifstofan ber ábyrgð á þjónustu við framangreinda aðila og ber jafnframt ábyrgð á stjórnsýslu bankans, reglusetningu, samningagerð og lögfræðistörfum sem ekki eru unnin á öðrum sviðum bankans. Þá annast skrifstofa bankastjóra samskipti við Alþingi, ráðuneyti og stjórnvöld auk þess að hafa fyrirsvar vegna dómsmála og annars ágreinings sem Seðlabankinn er aðili að.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Lögfræðiráðgjöf við seðlabankastjóra, varaseðlabankastjóra, nefndir og svið Seðlabankans.
  • Úrlausn fjölbreyttra verkefna á skrifstofu seðlabankastjóra, þ.m.t. samningagerð, gerð innri reglna, ritun umsagna við lagafrumvörp og stjórnsýslumál.
  • Samskipti við önnur stjórnvöld.
  • Þátttaka í innra starfi Seðlabankans og innlendu og erlendu samstarfi.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Grunn- og meistaranám eða embættispróf í lögfræði.
  • Reynsla af lögfræðilegri ráðgjöf, s.s. varðandi samningagerð og yfirlestur samninga, ritun minnisblaða og álita og svörun erinda.
  • Þekking á fjármunarétti og löggjöf á fjármálamarkaði.
  • Þekking á stjórnsýslurétti er kostur.
  • Reynsla af verkefnastýringu er kostur.
  • Reynsla af starfi hjá fjármálafyrirtæki eða lögmennsku fyrir fjármálafyrirtæki er kostur.
  • Lipurð í mannlegum samskiptum og hæfni til að vinna með öðrum.
  • Frumkvæði, öguð vinnubrögð, ábyrgð, sjálfstæði og metnaður í starfi.
  • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku.
Auglýsing birt9. maí 2025
Umsóknarfrestur26. maí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Kalkofnsvegur 1, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Opinber stjórnsýslaPathCreated with Sketch.SamningagerðPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögð
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar