
Náttúruverndarstofnun
Náttúruverndarstofnun tók til starfa þann 1. janúar 2025 og tekur stofnunin við starfsemi Vatnajökulsþjóðgarðs og þeim hluta Umhverfisstofnunar er lýtur að náttúruvernd og lífríkis- og veiðistjórnun. Stofnunin fer með stjórnsýslu, eftirlit og önnur verkefni á sviði náttúruverndar og sjálfbærrar þróunar og friðlýstra svæða, vernd villtra fugla og spendýra og veiðistjórnunar. Þá sinnir stofnunin samhæfingu í skipulagi svæðisbundinnar stjórnunar og verndar og eftirliti á ofangreindum sviðum.

Þjónustufulltrúar - sumarstörf
Náttúruverndarstofnun leitar að jákvæðum, hjálpsömum og þjónustulunduðum einstaklingum með brennandi áhuga á náttúru og umhverfismálum til sumarstarfa í gestastofum og á tjaldsvæðum stofnunarinnar. Starf þjónustufulltrúa er fjölbreytt, þar sem áhersla er lögð á að veita framúrskarandi þjónustu, miðla upplýsingum, afgreiðslu, umhirðu, ræstingar og að stuðla að jákvæðri upplifun gesta.
Einstaklingar sem hafa áhuga á að taka þátt í þessu mikilvæga starfi eru hvattir til að sækja um og leggja sitt af mörkum til að bæta upplifun gesta og styðja við verndun náttúru Íslands.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Móttaka gesta, upplýsingagjöf og þjónusta í gestastofum.
- Áfylling og framsetning vara í verslun og daglegt uppgjör tekna.
- Símsvörun og svörun tölvupósta.
- Ræsting, umhirða og viðhald á gönguleiðum, tjaldsvæðum, gestastofum og áningastöðum þar sem við á.
- Umsjón með afgreiðslu, umhirðu og daglegri starfsemi.
Auglýst er eftir þjónustufulltrúum til starfa í Snæfellsjökulsþjóðgarði, Jökulsárgljúfrum/Ásbyrgi og Skaftafelli.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Framúrskarandi samskiptahæfni og sterk þjónustulund.
- Jákvæðni, sveigjanleiki og lausnamiðuð hugsun við fjölbreyttar aðstæður.
- Stundvísi, samviskusemi og sjálfstæð vinnubrögð.
- Áhugi á náttúruvernd og umhverfismálum.
- Geta til að tileinka sér þekkingu á starfssvæðinu.
- Gott vald á íslensku og ensku, frekari tungumálakunnátta er kostur.
- Gild ökuréttindi.
- Vinnuvélaréttindi eru kostur.
- Gild réttindi í fyrstu hjálp eru kostur en boðið verður upp á námskeið í fyrstu hjálp í vor.
- Geta til að vinna undir álagi og í fjölbreyttu vinnuumhverfi.
Auglýsing birt28. janúar 2026
Umsóknarfrestur16. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Starfsmaður í þjónustuver Strætó bs.
Strætó bs.

Starfsmaður í þjónustu
Motus

Þjónustufulltrúi á innheimtusviði - sumarstarf
Motus

Landverðir - sumarstörf
Náttúruverndarstofnun

Night Receptionist at Reykjavík Residence Hotel
Reykjavik Residence

Sölu- og þjónustufulltrúi á skrifstofu
Casalísa

Fjölbreytt sumarstörf í Vestmannaeyjum
Eimskip

Þjónusturáðgjafi í móttöku bílaverkstæðis
Bílaverkstæðið Fram ehf

Þjónustufulltrúi
Póstdreifing ehf.

Sölu- og þjónusturáðgjafi (40-60% starfshlutfall)
Orka náttúrunnar

75% Þjónustu- og afgreiðslustarf á bókasafni HR
Háskólinn í Reykjavík

Hópstjóri þjónustuvers
Auðkenni ehf.