Náttúruverndarstofnun
Náttúruverndarstofnun
Náttúruverndarstofnun

Landverðir - sumarstörf

Náttúruverndarstofnun leitar að metnaðarfullum og jákvæðum einstaklingum til að ganga til liðs við frábæran hóp landvarða sem starfa á friðlýstum svæðum og í þjóðgörðum víðs vegar um landið.

Sem landvörður tekur þú þátt í fjölbreyttum og mikilvægum verkefnum sem stuðla að verndun og varðveislu náttúrunnar. Verkefni landvarða fela meðal annars í sér að efla innviði og umhirðu svæða, leiðbeina og fræða gesti um náttúru landsins, fylgjast með ástandi umhverfisins og leggja sitt af mörkum til að tryggja að Ísland verði áfram einstakur staður. Landverðir gegna lykilhlutverki í að fræða gesti um náttúruna og hvetja til ábyrgðar í umgengni um hana.

Starfið býður upp á einstaka upplifun og tækifæri til að kynnast mikilfenglegri náttúru landsins á nýjan hátt, um leið og þú stuðlar að umhverfis- og náttúruvernd. Ef þú ert einstaklingur sem hefur ástríðu fyrir náttúrunni, ert lausnamiðaður, góður í samskiptum og tilbúinn að leggja þig fram við að vernda umhverfið, þá gæti landvarðarstarfið verið fullkomið fyrir þig!

Helstu verkefni og ábyrgð

Störf landvarða eru fjölbreytt og áherslur ólíkar eftir starfsstöðvum en flest verkefni eiga það sameiginlegt að vera skemmtileg og lífleg. Á meðal helstu verkefna má nefna:

  • Samskipti við gesti þar sem lögð er áhersla á miðlun upplýsinga og fræðslu, meðal annars í formi fræðslugangna og barnastunda
  • Umsjón og eftirlit með starfssvæðum ásamt vöktun náttúrufars til að tryggja verndun og sjálfbæra nýtingu svæðanna.
  • Viðhald innviða, s.s. merking gönguleiða, umhirða svæða og ræsting.
  • Viðbrögð við óvæntum aðstæðum, þar með talið slysum.

Eftir aðstæðum á hverri starfsstöð geta verkefni landvarða einnig falist í:

  • Upplýsingagjöf og afgreiðslu í gestastofum.
  • Skálavörslu á hálendi.
  • Aðstoð við verkefni sjálfboðaliða.
  • Smærri framkvæmdum og öðrum tilfallandi verkefnum.
  • Eftirlit með leyfisskyldum framkvæmdum og viðburðum

Starfssvæðin eru eftirfarandi:

  • Snæfellsjökulsþjóðgarður - þjóðgarðsmiðstöðin Hellissandi og gestastofan á Malarrifi
  • Vesturland
  • Norðanverðir Vestfirðir (Friðlandið á Hornströndum og gestastofa á Ísafirði)
  • Sunnanverðir Vestfirðir (Vatnsfjörður, Látrabjarg og Dynjandi)
  • Norðurland (Mývatnssveit, Goðafoss og Gígur gestastofa)
  • Gerpissvæði og láglendi á austurlandi
  • Dyrhólaey og Skógafoss
  • Kerlingafjöll, Hveravellir, Gullfoss og Geysir
  • Friðland að Fjallabaki, Hrauneyjar og Þjórsárdalur
  • Suðvesturland (höfuðborgarsvæði og Reykjanesskagi)

Vatnajökulsþjóðgarður

  • Jökulsárgljúfur
  • Skaftafell
  • Breiðamerkursandur (Jökulsárlón)
  • Askja - Herðubreiðarlindir, Drekagil, Holuhraun, Ódáðahraun
  • Krepputunga, Kverkfjöll, Hvannalindir og Snæfell og Snæfellsstofa í Fljótsdal
  • Lakagígar, Eldgjá/Langisjór, Hrauneyjar/Tungnaáröræfi og Nýidalur og Skaftárstofa á Kirkjubæjarklaustri
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Framúrskarandi samskiptahæfni og færni í að miðla upplýsingum á áhrifaríkan hátt.
  • Sterk þjónustulund, sveigjanleiki og lausnamiðuð nálgun við fjölbreyttar áskoranir.
  • Umhverfisvitund, verkkunnátta og áreiðanleiki með stundvísi að leiðarljósi.
  • Góð skipulagsfærni og hæfni til að starfa undir álagi
  • Landvarðaréttindi og gild ökuréttindi
  • Gild réttindi í fyrstu hjálp eru kostur en boðið verður upp á námskeið í fyrstu hjálp í vor.
  • Starfsreynsla á friðlýstum svæðum eða önnur reynsla sem tengist verkefnum landvarða, t.d. náttúrutúlkun  er mikill kostur
  • Þekking á viðkomandi starfssvæði er kostur
  • Góð kunnátta í íslensku og ensku er nauðsynleg, kunnátta í fleiri tungumálum er kostur.
  • Reynsla af útivist og fjallamennsku, skálavörslu, björgunarsveitarstörfum og leiðsögn eru kostir.
  • Á Breiðamerkursandi og í Kverkfjöllum er menntun eða reynsla af ferðum á skriðjökla kostur.
  • Á hálendisstöðvum er starf með björgunarsveitum sem og reynsla af akstri breyttra jeppa kostur.
Auglýsing birt28. janúar 2026
Umsóknarfrestur16. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar