
Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar - GJ Travel
Guðmundur Jónasson ehf er eitt af elstu ferðaþjónustufyrirtækjum landsins, stofnað 1931. Fyrirtækið rekur öfluga ferðaskrifstofu ásamt því að gera út fjölda hópferðabifreiða. Hjá fyrirtækinu starfar samhentur hópur starfsfólks með breiða þekkingu og reynslu af ferðaþjónusturekstri.

Ferðaskipuleggjandi
Við leitum að drífandi og skipulögðum einstaklingi í fullt starf hjá Ferðaskrifstofu Guðmundar Jónassonar ehf. í Kópavogi.
Um er að ræða fjölbreytt og lifandi starf í samhentu teymi sem býr yfir mikilli reynslu og þekkingu á skipulagningu ferða innanlands og utan.
Starfið felur í sér sölu, skipulag og framkvæmd ferða ásamt þróun nýrra ferða og verkefna. Við leitum að jákvæðum og lausnarmiðuðum starfsmanni, með brennandi áhuga á ferðaþjónustu og þjónustulund, sem nýtur samskipta í alþjóðlegu umhverfi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Skipulagning, sala og framkvæmd hópferða innanlands og erlendis.
- Samskipti við viðskiptavini, birgja og samstarfsaðila.
- Þróun og uppfærsla á vörum og ferðaáætlunum.
- Útreikningar og gerð verðlista og ferðalýsinga.
- Útgáfa farseðla og annarra ferðagagna.
- Skráningar og skjölun í innri kerfum.
- Fylgni við gæði og fagmennsku í allri þjónustu.
- Fararstjórn og ráðning fararstjóra eftir þörfum.
- Þátttaka í nýjum verkefnum og daglegri starfsemi fyrirtækisins.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla úr ferðaþjónustu sem nýtist í starfi.
- Þekking og reynsla af Amadeus bókunarkerfinu.
- Góð skipulagshæfni, frumkvæði og ábyrg vinnubrögð.
- Góð íslensku- og enskukunnátta, bæði í rituðu og töluðu máli.
- Þekking á öðrum tungumálum er kostur.
- Færni í Excel og almenn tölvukunnátta (Microsoft Office o.fl.).
- Jákvætt viðmót, þjónustulund og hæfni til að vinna sjálfstætt og í teymi.
Fríðindi í starfi
- Sveigjanlegur vinnutími
- Árlegur íþróttastyrkur
Auglýsing birt19. desember 2025
Umsóknarfrestur30. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Vesturvör 34, 200 Kópavogur
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Starf í HLAUPÁR (60-80%) - tímabundið
HLAUPÁR

Embassy of Japan in Iceland - Butler & Driver
Embassy of Japan in Iceland

Bókari
Fagurverk

Þjónusturáðgjafi í móttöku bílaverkstæðis
Bílaverkstæðið Fram ehf

Tryggingaráðgjafi
Landsbankinn

Sölufulltrúar óskast í Icewear
ICEWEAR

Sölustarf í persónu
Halló

Rafmagnaður ráðgjafi óskast
Vélar og verkfæri ehf.

Customer Experience Administrator
Nox Medical

Skrifstofustjóri/-stýra – 50% starf
HandPicked Iceland

Mandarin Speaking Sales Associate
66°North

Ferðaráðgjafi hópadeild
Kilroy