
Vélar og verkfæri ehf.
Vélar og verkfæri ehf., er heild- og sérverslun með hurða- og gluggabúnað, öryggisbúnað, baðherbergisvörur og verkfæri. Fyrirtækið hefur verið í rekstri í yfir 100 ár og þjónustar flest stærri fyrirtæki í byggingageiranum, iðnaðarmenn og einstaklinga.
Hjá fyrirtækinu starfar samhentur hópur starfsfólks með áratuga reynslu í sölu og þjónustu vöru á byggingavörumarkaði og langt samstarf er við okkar helstu birgja eins og ASSA ABLOY, ABLOY, DormaKaba, FROST, d line, Randi, Tesa, Paxton, Bahco, SKIL og fleiri.
Rafmagnaður ráðgjafi óskast
Vélar og verkfæri leita að sölufulltrúa/ráðgjafa í teymið sem sérhæfir sig í tæknilegum vörum fyrirtækisins. Um er að ræða starf í fagmannaþjónustu Véla og verkfæra og felst það í sölu og þjónustu auk þróunar vöruúrvals á tæknivöru ásamt öðrum vörum fyrirtækisins. Um er að ræða vörur eins og aðgangskerfi, rafstýrðar hurðarpumpur og rafsegla.
Góð framkoma, stundvísi og metnaður til að kynna sér vörur fyrirtækisins vel eru nauðsynleg í starfinu. Mikilvægt er að geta unnið sjálfstætt og skipulega undir álagi en einnig að vinna vel með öðru fólki hvort sem það eru samstarfsfélagar, birgjar eða viðskiptavinir.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Heimsóknir til núverandi viðskiptavina og öflun nýrra viðskiptasambanda
- Tilboðsgerð og eftirfylgni
- Ráðgjöf og afgreiðsla viðskiptavina
- Kennsla, þjónusta og ráðgjöf tengd uppsettum búnaði - After sales service
- Önnur tengd og tilfallandi verkefni í sölu- og þjónustudeild
Menntunar- og hæfniskröfur
- Sveinspróf á sviði rafeindavirkjunar eða rafvirkjunar er skilyrði
- Meistarapróf á sviði rafeindavirkjunar eða rafvirkjunar er kostur
- Góð tölvukunnátta
- Gott vald á ensku
- Gott vald á Norðurlandamáli (sænsku, dönsku eða norsku) er kostur
- Hreint sakarvottorð
- Bílpróf
- Reynsla af sambærilegum störfum er kostur
Auglýsing birt5. desember 2025
Umsóknarfrestur21. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
SænskaValkvætt
DanskaValkvætt
Staðsetning
Skútuvogur 1c, 104 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FagmennskaFljót/ur að læraFrumkvæðiHreint sakavottorðMannleg samskiptiMetnaðurRafeindavirkjunRafvirkjunSjálfstæð vinnubrögðSkipulagSölumennskaStundvísiSveinsprófViðskiptasambönd
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Sölufulltrúi í heildverslun
Sport Company ehf.

Hlutastarf í verslun Blush
Blush

Þjónustumaður við kæli- og frystikerfi á Akureyri
Frost

Þjónustufulltrúi á sölusviði
Adam & Eva

Sérfræðingur á vinnuverndarsviði
Vinnueftirlitið

Sölufulltrúar óskast í Icewear
ICEWEAR

Sölufulltrúi - Fullt starf hjá Heimilistækjum
Heimilistæki ehf

Sérfræðingur í stjórnstöð
Landsvirkjun

Liðsfélagi í samsetningu á vogum og rafbúnaði – Rafvirkjar og rafeindavirkjar
JBT Marel

Sérfræðingur flugverndarbúnaðar
Isavia / Keflavíkurflugvöllur

VRWorld
VRWorld

Söluráðgjafi í verslun S. Guðjónssonar
S. Guðjónsson