
Verkís
Hjá Verkís starfa yfir 380 starfsmenn að fjölbreyttum verkefnum á Íslandi og erlendis. Verkís leggur áherslu á að veita vandaða og faglega þjónustu sem er samkeppnisfær við það sem best þekkist í heiminum.

Tæknimaður tölvukerfa
Við leitum að öflugum liðsauka í upplýsingatækniteymi Verkís til að sinna notendaþjónustu. Teymið ber m.a. ábyrgð á rekstri notendaþjónustu, hugbúnaði, netþjónum og skýjalausnum Verkís.
Við leitum eftir jákvæðum og þjónustulunduðum einstaklingi sem býr yfir frumkvæði, skipulagshæfni og metnaði í starfi og á auðvelt með að tileinka sér nýjungar.
Verkefnin snúa m.a. að daglegri notendaþjónustu, þátttöku í hugbúnaðaruppfærslum ásamt fleiri verkefnum.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Þekking á Microsoft Office og Windows stýrikerfum
- Þekking á verkfræðihugbúnaði, s.s. Autodesk, Tekla og Bentley er kostur.
- Þekking og reynsla af rekstri tölvu- og upplýsingakerfa
- Frumkvæði og metnaður í starfi
- Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt og í teymi
- Hæfni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund
- Hæfni til að tileinka sér nýjungar og þjónusta ólíkar gerðir af hugbúnaði
- Gott vald á íslensku, ensku og færni í einu Norðurlandamáli er kostur
Auglýsing birt19. september 2025
Umsóknarfrestur30. september 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn

Valkvætt
Staðsetning
Ofanleiti 2, 103 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (5)