
Verkís
Hjá Verkís starfa yfir 380 starfsmenn að fjölbreyttum verkefnum á Íslandi og erlendis. Verkís leggur áherslu á að veita vandaða og faglega þjónustu sem er samkeppnisfær við það sem best þekkist í heiminum.

Rafmagnsverkfræðingur eða rafmagnstæknifræðingur á Iðnaðarsvið
Á Iðnaðarsviði Verkís vinnum við að hönnun og þróun rafkerfa og aflfæðinga fyrir fjölbreyttan iðnað. Við erum öflugt teymi sérfræðinga sem sameinar reynslu, frumkvæði og þekkingu í verkefnum sem spanna allt frá hugmyndastigi til uppsetningar á verkstað.
Nú leitum við að rafmagnsverkfræðingi eða rafmagnstæknifræðingi til liðs við okkur til að vinna að áhugaverðum verkefnum s.s:
- Hönnun rafkerfa, aflfæðinga, flutnings- og dreifikerfi raforku fyrir fjölbreyttan iðnað m.a. fiskeldi, lyfjaiðnað, matvælaiðnað og gagnaver.
- Frumathuganir, valkostagreiningar, útboðshönnun og yfirferð á hönnun verktaka.
- Þátttaka í útboðum, ráðgjöf og eftirliti með uppsetningu búnaðar á verkstað.
- Prófunum og gangsetningar kerfa á verkstað.
Við leitum að einstaklingi sem hefur heiðarleika, metnað og frumkvæði að leiðarljósi ásamt því að vera lausnamiðaður, skipulagður og sterkur í teymisvinnu. Viðkomandi fær tækifæri til að þróa sína sérþekkingu í samstarfi við öflugan hóp fagfólks sem leggur áherslu á að miðla og afla sér nýrrar þekkingar.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf í rafmagnsverkfræði eða rafmagnstæknifræði
- Reynsla af hönnun og þróun rafkerfa fyrir iðnaðarferla
- Þekkinga á helstu hönnunarforritum fyrir rafkerfi
- Gott vald á íslensku og ensku
Auglýsing birt22. september 2025
Umsóknarfrestur5. október 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Ofanleiti 2, 103 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
TæknifræðingurVerkfræðingur
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (5)
Sambærileg störf (9)

Verkefnastjóri/-stýra framkvæmda
Landsnet hf.

ÖRYGGISFULLTRÚI / RAFVIRKI
atNorth

Sérfræðingur í rekstri stafrænna kerfa
Landsnet hf.

Rafvirki óskast til starfa
Grundarheimilin

Software Engineer — AI/Cloud
Nox Medical

Software Engineer — AI/Cloud (Fixed-term)
Nox Medical

Sérfræðingur í raforkukerfum
Verkís

Sérfræðingur í orkuteymi Lotu
Lota

Sérfræðingur í stjórnbúnaði
Hitatækni ehf