
atNorth
atNorth hefur frá 2009 verið brautryðjandi í hönnun, uppbyggingu og rekstri hátæknigagnavera á Íslandi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Meðal viðskiptavina atNorth eru alþjóðleg fyrirtæki og stofnanir sem starfa í fjölmörgum greinum, svo sem við rannsóknir, í heilbrigðisgeiranum, í fjármálaiðnaði og veðurfræði, sem nýta þjónustu atNorth til þess að vinna gögn með hámarks afköstum á hagkvæman og umhverfisvænan hátt.
Með staðsetningu gagnavera atNorth á Norðurlöndunum getur fyrirtækið nýtt umhverfisaðstæður svo sem loftslag og nýtingu hita sem myndast í gagnaverunum til að ná fram betri orkunýtingu en þekkist annars staðar við rekstur gagnavera, ásamt því að knýja gagnaverin með endurnýjanlegri orku. Hringrásarhagkerfið sem byggir á grunni endurnýjanlegrar orku og hagkvæmrar orkunýtingar er haft að leiðarljósi við hönnun gagnavera atNorth.
Höfuðstöðvar atNorth eru í Reykjavík, en fyrirtækið rekur sjö gagnaver á Norðurlöndum. Á árinu 2024 verða tvö ný gagnver tekin í notkun í Finnlandi og Danmörku. Frekari upplýsingar um atNorth er að finna á heimasíðu fyrirtækisins atnorth.com og eins má fylgja atNorth á Linkedin og Facebook.

ÖRYGGISFULLTRÚI / RAFVIRKI
atNorth er að stækka starfsemi sína á Fitjum, Reykjanesbæ og leitar að kraftmiklum reynslubolta í starf öryggisfulltrúa með reynslu og menntun í rafvirkjun.
Viðkomandi mun einnig sinna verkefnum tengdum rafvirkjun.
Þetta starf er ráðning til framtíðar og fullt stöðugildi. Starfið hentar öllum kynjum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Stuðla að öryggi á vinnustaðnum og að unnið sé í samræmi við lög og reglugerðir
- Áætlanir, úrbætur og eftirfylgni í tengslum við frávik og verkferla
- Öryggiseftirlit og úttektir með áherslu á rafmagnsöryggi
- Leiða, þjálfa og styðja starfsfólk í tengslum við öryggismál, með áherslu á lág- og háspennu
- Áhættumat og flokkun áhættu
- Uppsetning, eftirlit og viðhald rafkerfa
- Vinna að stöðugum endurbótum og þróun öryggisferla og aðferða í nánu samstarfi við starfsfólk og verktaka
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun og reynsla í rafvikjun / rafmagnstæknifræði
- Önnur menntun sem nýtist í starfi kostur
- Haldbær reynsla af verkefnum tengdum öryggismálum, heilbrigðis og/eða umhverfismálum
- Þekking á lögum og regluverki í tengslum við öryggismál
- Framúrskarandi hæfni í samskiptum
- Leiðtogahæfni, skipulagshæfni og nákvæmni
- Góð kunnátta í ensku, bæði skrifleg og töluð
- Nákvæm vinnubrögð og gott skipulag
Fríðindi í starfi
- Við tryggjum að þú fáir viðeigandi þjálfun, símenntun og aðgang að þekkingu varðandi rekstur gagnavera
- Heilsumiðað hugarfar með markmið um jafnvægi starfs og einkalífs
- Íþróttastyrkur til rækta líkama og sál
- Skemmtinefnd sem heldur stuðinu gangandi
- Veitingaþjónusta send á vinnustaðinn
- Fjarskiptapakki og símastyrkur
- Alþjóðlegur vinnustaður með fjölmenningu
- Tækifæri til þess að ferðast og kynnast öðrum gagnaverum okkar á Norðurlöndunum
Auglýsing birt29. september 2025
Umsóknarfrestur6. október 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Fitjar 1, 260 Reykjanesbær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (4)
Sambærileg störf (12)

Sérfræðingur í vélasölum
Reiknistofa bankanna

Tæknimaður
Bako Verslunartækni

Rafvirki / Rafeindavirki til starfa í Tæknideild
Nortek

Tæknistjóri hjá Norðursalti, framtíðarstarf
Norður & Co ehf.

Rafvirki óskast til starfa
Grundarheimilin

HÁSPENNTUR RAFVIRKI
atNorth

LÁGSPENNTUR RAFVIRKI
atNorth

Starfsmaður í Þjónustudeild
Landstólpi ehf

Verkefnastjóri rafmagns / rafvirki
Rými

Rafvirki
GMÍ RAF ehf.

Rafvirki
Stéttafélagið ehf.

Verkefnisstjóri öryggis og heilsu
Landsvirkjun