

Rafvirki
Stéttafélagið ehf. óskar eftir rafvirkja til starfa í byggingardeild fyrirtækisins.
Um er að ræða stöðu þar sem meginhluti starfsins snýr að fjölbreyttri rafvirkjun. En hluti starfsins felur í sér tilfannandi störf í húsasmíði.
Skilyrði er að umsækjandi sé annað hvort með sveinspróf, eða sé í námi til sveinsprófs.
Fyrirtækið starfar á sviði jarðvinnu, mannvirkjagerðar og lagnaframkvæmda.
Byggingadeild félagsins tekur að sér fjölbreytt verkefni. Stór hluti verkefnanna felst í gerð nýbygginga frá grunni og að fullkláruðu húsi.
Stéttafélagið starfar á útboðsmarkaði og framleiðir einnig íbúðir og atvinnuhúsnæði inn á almennan markað.
Dæmi um verkefni unnin fyrir opinbera verkkaupa eru nýsmíði skólabygginga, utanhússklæðningar, gluggaísetningar, stoðveggir svo dæmi séu tekin.
Einnig eru verkefnin tengd ýmis konar trésmíði - s.s. pallasmíði, skjólgirðingar, gerð leiktækja/búnaðar á skólalóðum osfrv..
Verkefnastaða er mjög góð og næg vinna í boði.
Verkefni okkar eru á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni.
Nánari upplýsingar um starfið fæst með því að sækja um starfið og hefja samskipti hér á vefnum.
- Sveinspróf í rafvirkjun, eða í námi til sveinsprófs
- Reynsla í húsasmíði er kostur
- Íslenskukunnátta er skilyrði













