

Sérfræðingur í vélasölum
Við leitum að öflugum einstaklingi til að koma að rekstri vélasala RB.
Um er að ræða krefjandi og áhugavert starf í skemmtilegu starfsumhverfi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Rekstur, viðhald og frekari uppbygging á vélasölum og húsnæði RB
- Rekstur og innleiðing á öryggislausnum tengdum vélasölum og húsnæði RB
- Þátttaka í fjölbreyttum verkefnum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun á sviði raf- eða rafeindavirkjunar eða önnur sambærileg menntun er æskileg en ekki skilyrði
- Reynsla af verkstýringu kostur
- Reynsla af vinnu við tölvulagnir (CAT og Fiber)
- Þekking á virkni vélasala
- Þekking á aðgangs- og öryggiskerfum æskileg
- Grunnþekking á stýrikerfum (Windows, Linux)
- Grunnþekking á netbúnaði æskileg
- Hæfni í mannlegum samskiptum og þjónustulund
- Þarf að geta unnið vel í hópi en einnig með getu til að vinna sjálfstætt
- Drifkraftur og metnaður til að takast á við stór og skemmtileg verkefni
Ef þú hefur áhuga á starfinu en uppfyllir ekki allar kröfur þá hvetjum við þig samt sem áður til þess að sækja um, þú gætir einmitt verið einstaklingurinn sem við leitum að í þetta eða annað starf.
RB er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður með sterka vinnustaðamenningu þar sem áhersla er á að starfsfólk fái að læra og þróast í starfi.
Höfuðstöðvar RB eru á Dalvegi 30 í björtu og hlýlegu húsnæði þar sem öll aðstaða er til fyrirmyndar. Starfsánægja í RB hefur verið há um árabil og endurspeglar metnað fyrirtækisins til að hlúa vel að starfsfólki.
RB hefur hlotið jafnlaunavottun og leggur áherslu á launajafnrétti sem og jafnrétti kynjanna í einu og öllu. RB er fjölskylduvænn vinnustaður með sveigjanlega fjarvinnustefnu.
Öll kyn eru hvött til þess að sækja um.
Umsóknum þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir því hvers vegna þú ættir að verða fyrir valinu.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Gyða Stefanía Halldórsdóttir, forstöðumaður grunnreksturs RB, [email protected]
Umsóknarfrestur er til og með 20. október nk.












