Örugg afritun
Örugg afritun

Tæknimaður á þjónustuborði – spennandi tækifæri!

Örugg Afritun er öflugt upplýsingatækni fyrirtæki sem sérhæfir sig í kerfisþjónustu, afritun og fjarskiptalausnum fyrirtækja Við leitum að þjónustuliprum og lausnamiðuðum einstaklingi til að styrkja enn betur þjónustuborðið okkar.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Veita fyrsta stigs tækniaðstoð og stuðning við viðskiptavini. 

  • Greina og leysa almenn tölvu- og netvandamál. 

  • Setja upp, stilla og stýra skýjalausnum (t.d. Microsoft 365). 

  • Fylgja verklagsreglum og skrá lausnir í þjónustukerfi. 

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Áhugi eða reynsla af kerfisstjórnun (Windows og/eða Linux). 

  • Menntun sem nýtist í starfi, t.d.  háskólanám í tölvunarfræði, upplýsingatækni eða kerfisstjórnun (kostur en ekki skilyrði). 

  • Vottanir (t.d. Microsoft, CompTIA A+, Network+, eða sambærilegt) (kostur en ekki skilyrði). 

  • Þekking á skýjalausnum og almennri upplýsingatækni. 

  • Góð íslenskukunnátta er skilyrði og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum. 

  • Rík þjónustulund og skipulögð vinnubrögð. 

  • Reynsla af þjónustuborði og notendaaðstoð í fyrirtækjaumhverfi. 

Fríðindi í starfi
  • Frábært starfsumhverfi með áherslu á jafnvægi vinnu og einkalífs. 

  • Líflegt og samheldið teymi þar sem gott andrúmsloft er í fyrirrúmi. 

  • Þjálfun og stuðningur frá reynslumiklu teymi. 

  • Sveigjanlegan vinnutíma og möguleika á fjarvinnu. 

  • Fjölbreytt fræðsla og vottanir (Microsoft, Fortinet, o.fl.) á kostnað fyrirtækisins 

  • Tækifæri til að hafa áhrif á ferla og þjónustu – þín rödd skiptir máli. 

Auglýsing birt10. desember 2025
Umsóknarfrestur6. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Bolholt 8, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Almenn tæknikunnáttaPathCreated with Sketch.HeiðarleikiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Samskipti í símaPathCreated with Sketch.Samskipti með tölvupóstiPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.Vinna undir álagiPathCreated with Sketch.ÞjónustulundPathCreated with Sketch.Þolinmæði
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar