
Nova
Þann 1. desember 2007 opnaði Nova dyrnar að Stærsta skemmtistað í heimi - internetinu! Síðan þá höfum við lagt ofur áherslu á að hlaupa hratt og vera fyrst með nýjungarnar. Við vorum fyrst allra íslenskra símafyrirtækja til að bjóða upp á 4G, 4.5G og nú síðast 5G.
Árið 2016 bætti Nova ljósleiðaraþjónustu í vöruframboð sitt sem byggir á kerfi Ljósleiðarans ehf. Ljósleiðari hjá Nova styður 1000 Mb/s hraða, sem er mesti hraði í heimatengingum á Íslandi. Aðeins það besta fyrir okkar fólk!
Nova hefur átt ánægðustu viðskiptavinina í farsímaþjónustu samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni sl. 16 ár sem er viðurkenning sem við erum einstaklega þakklát fyrir! Slíkum árangri væri ekki hægt að ná nema með besta liðinu en við leggjum okkur öll fram við það alla daga að skapa besta vinnustaðinn. Nova er skemmtilegur og sveigjanlegur vinnustaður, þar sem mikið er lagt upp úr sjálfstæðum vinnubrögðum, frumkvæði og kappsemi.
Þó við segjum sjálf frá, þá er starfsfólk Nova sérlega skemmtilegt, liðsheildin góð og starfsandinn svífur í hæstu hæðum.
Við erum sérstaklega stolt, auðmjúk og þakklát fyrir það að hafa fengið nafnbótina Fyrirtæki ársins í fjögur skipti ásamt því að vera Fyrirmyndar fyrirtæki á vegum VR 16 ár í röð og hlotið Jafnlaunavottun 2023-2026.
Viltu dansa með okkur?

Séní í notendaþjónustu
Við leitum að jákvæðri og þjónustulundaðri manneskju í hlutverk Séní í notendaþjónustu. Starfið felur í sér að veita áreiðanlega, skilvirka og faglega tæknilega aðstoð við Nova liðið og verslanir.
Sem Séní í notendaþjónustu muntu sinna fjölbreyttum verkefnum sem tryggja að tæknibúnaður og vinnuumhverfi starfsfólks sé alltaf í toppstandi og að upplifun notenda sé hnökralaus.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Uppsetning, viðhald og þjónusta á tækjum og tólum starfsfólks.
- Umsjón með aðgangsmálum, leyfum og búnaðarkaupum
- Tryggja að tölvubúnaður og tæki í verslunum séu í fullu lagi
- Uppsetning, viðhald og prófanir á fundarbúnaði og búnaði í fundarherbergjum
- Dagleg samskipti og tæknileg aðstoð við innri notendur
- Samskipti og eftirfylgni við birgja og þjónustuaðila
- Þátttaka í umbóta- og þróunarverkefnum innan teymisins
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi, t.d. á sviði upplýsingatækni (kostur en ekki skilyrði)
- Reynsla af notendaþjónustu eða tæknilegum stuðningi
- Góð þekking á Office 365, Active Directory og helstu notendabúnaði
- Færni í uppsetningu og viðhaldi tölvu- og jaðarbúnaðar
- Góð samskiptahæfni, þjónustulund og lausnamiðuð nálgun
- Skipulögð, nákvæm og sjálfstæð vinnubrögð
- Sveigjanleiki, jákvæðni og frumkvæði
- Kostnaðarmeðvitund og ábyrgð í innkaupum og ákvarðanatöku
- Sterkur áhugi á tækni og vilji til að þróast í starfi
Auglýsing birt9. desember 2025
Umsóknarfrestur15. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Lágmúli 9, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiJákvæðniSjálfstæð vinnubrögðSveigjanleikiÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (8)

Tæknimaður á Sauðárkróki
OK

OK leitar að reynslumiklum kerfisstjóra
OK

Tæknimaður á þjónustuborði – spennandi tækifæri!
Örugg afritun

Tæknistarf á ferðinni-Akureyri
Securitas

Ertu lausnamiðaður tæknisérfræðingur sem hefur gaman af fjölbreyttum verkefnum?
Háskólinn á Bifröst

Sérfræðingur í tækniþjónustu
Edico

POS Terminal Representative
Rapyd Europe hf.

IT notendaumsjón (IT user support) hjá 66°Norður
66°North