
Háskólinn á Bifröst
Háskólinn á Bifröst hefur í meira en hálfa öld menntað fólk til áhrifa og ábyrgðar í íslensku samfélagi. Háskólinn leggur áherslu á samþættingu fræða og framkvæmdar og hefur verið leiðandi hér á landi í uppbyggingu og þróun stafrænnnar menntunar á háskólastigi.

Ertu lausnamiðaður tæknisérfræðingur sem hefur gaman af fjölbreyttum verkefnum?
Háskólinn Bifröst leitar að einstaklingi sem brennur fyrir nýjungum og góðri þjónustu í 100% starf tæknisérfræðings. Er þetta tilvalið tækifæri fyrir einstakling sem vill starfa í lifandi umhverfi þar sem kennsla og tækni mætast. Háskólinn Bifröst er með starfsstöðvar bæði á Hvanneyri í Borgafirði og í Reykjavík.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón með tækni- og hugbúnaði sem tengjast fjarkennslu, vinnu- og fundarrýmum, upptökum og streymi.
- Greining, úrlausn og eftirfylgni verkefna og beiðna sem berast þjónustuborði upplýsingatæknisviðs.
- Uppsetning, prófanir, viðhald og þróun á mynd-, hljóð-, streymis- og fjarfundabúnaði.
- Val og innleiðing nýjum tæknibúnaði í samráði við næsta stjórnanda.
- Þátttaka í þróunar- og umbótaverkefnum í upplýsingatækni og notendaþjónustu.
- Þjálfun, fræðsla og ráðgjöf til notenda um notkun á búnaði og kerfum háskólans.
- Tækniþjónusta á viðburðum og öðrum verkefnum á vegum háskólans.
- Önnur tilfallandi verkefni í samráði við næsta stjórnanda.
Starfsmaður skal í störfum sínum fylgja reglugerð Háskólans Bifröst, gæðahandbók háskólans og skriflegum tilskipunum og leiðbeiningum á hverjum tíma.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun á sviði tölvu-, rafmagns- eða tæknifræði, eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
- Mjög góð tölvukunnátta og þekking á Microsoft hugbúnaði.
- Góð færni til að takast á við tæknileg vandamál, greina þau og leysa.
- Þekking á myndbandsupptökum og hljóðvinnslu.
- Reynsla af fjarnámi eða kennslutækni er kostur.
- Microsoft vottuð þekking, sem og þekking á háskólaumhverfinu er kostur.
- Áhugi á þróun stafræns námsumhverfis.
- Mjög góð samskiptahæfni, þjónustulund og lausnamiðuð nálgun.
- Skipulagshæfni og geta til að vinna sjálfstætt.
- Góð íslensku- og enskukunnátta.
Auglýsing birt4. desember 2025
Umsóknarfrestur19. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Hvanneyri, 311 Hvanneyri
Borgartún 18, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
Mannleg samskiptiNotendaviðmótTeymisvinnaVinna undir álagiÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

VP of Engineering
Lucinity

Delivery Lead (Scrum Master)
Embla Medical | Össur

Technical Consultant
LS Retail

Vörustjóri
Bílaumboðið Askja

Öryggisstjóri upplýsingakerfa hjá Stafrænni heilsu, þróunar- og þjónustumiðstöð
Heilbrigðisráðuneytið

Sérfræðingur í tækniþjónustu
Edico

Data Quality Engineer
Arion banki

Sérfræðingur í hugbúnaðarþróun
Onnio

Vöru- og verkefnastjóri Boost.ai
Advania

Sérfræðingur í Power Platform og stafrænni umbreytingu
Advania

Kerfisstjóri
Menntasjóður námsmanna

DevOps Engineer
Five Degrees ehf.