Bílaumboðið Askja
Bílaumboðið Askja
Bílaumboðið Askja

Vörustjóri

Bílaumboðið Askja leitar að metnaðarfullum einstaklingi til að sinna starfi vörustjóra. Viðkomandi þarf að sýna frumkvæði í öflun þekkingar á vörum og nýjungum. Við bjóðum einstakt tækifæri til að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni í lifandi umhverfi.

Askja er sölu- og þjónustuumboð fyrir Mercedes-Benz, Kia, Honda og smart. Hjá Öskju starfar vel þjálfaður og öflugur hópur starfsfólks, en virk þjálfun og endurmenntun starfsfólks er í samræmi við gæðastaðla birgja.

Askja er dótturfélag Inchcape á Íslandi sem er hluti af alþjóðlega fyrirtækinu Inchcape Plc sem sérhæfir sig í sölu og dreifingu á bifreiðum og er skráð í kauphöllina í London. Inchcape er leiðandi fyrirtæki á sínu sviði, starfar á 38 mörkuðum með yfir 16.000 starfsmenn og vinnur með stærstu bílaframleiðendum heims.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Vöruþróun og hugmyndavinna 
  • Skýrslugerðir, verðútreikningar og samanburður 
  • Kynningar fyrir stjórnendur, birgja, söludeildir o.fl 
  • Áætlun og framkvæmd innkaupa og pantana í samvinnu við hagaðila 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi s.s. tölvunarfræði, viðskiptafræði eða verkfræði  
  • Mikil hæfni í samskiptum og teymisvinnu  
  • Frumkvæði, sjálfstæði og nákvæmni í vinnubrögðum  
  • Viðamikil tölvuþekking  
  • Góð íslensku- og enskukunnátta bæði í ræðu og riti 
Af hverju að vinna með okkur?
  • Vertu hluti af hratt vaxandi, alþjóðlegu fyrirtæki með þekkt bílamerki 
  • Starfaðu með stuðningsríku og samvinnuþýðu teymi sem leggur áherslu á nýsköpun, fjölbreytileika og faglegt vinnuumhverfi 
  • Tækifæri til að þróa feril þinn innan alþjóðlegs fyrirtækis 
Auglýsing birt4. desember 2025
Umsóknarfrestur14. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Krókháls 11, 113 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.NákvæmniPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Teymisvinna
Starfsgreinar
Starfsmerkingar