
66°North
Sjóklæðagerðin hf. er eitt elsta framleiðslufyrirtæki Íslands.
Árið 1926 hóf fyrirtækið framleiðslu á sérstökum hlífðarfatnaði fyrir sjómenn og fiskverkunarfólk á norðurslóðum en seinna bættist við vörulínu fyrirtækisins vinnufatnaður fyrir fólk í landi.
Rætur fyrirtækisins liggja því í framleiðslu sjó- og vinnufatnaðar og er fyrirtækið afar stolt af þeirri arfleifð sinni. Í dag er hönnun og framleiðsla útivistarfatnaðar kjarninn í starfsemi fyrirtækisins sem framleiddur er undir vörumerkinu 66°NORÐUR en fyrirtækið leggur mikið upp úr gæðum vörunnar þar sem eingöngu eru notuð bestu fáanlegu efnin í framleiðsluna.
Í dag starfa um 400 manns hjá Sjóklæðagerðinni og starfar fyrirtækið í fjórum löndum, á Íslandi, í Danmörku, Bretlandi og Lettlandi. Á Íslandi rekur Sjóklæðagerðin tíu verslanir undir vörumerkinu 66°NORÐUR og í Kaupmannahöfn eru tvær verslanir þar sem sú fyrsta opnaði í lok árs 2014. Árið 2019 var opnuð skrifstofa í Lundúnum. Í lok árs 2022 mun Sjóklæðagerðin opna nýja 66°NORÐUR verslun í Lundúnum.

IT notendaumsjón (IT user support) hjá 66°Norður
Hefur þú áhuga á tölvutækni og vilt vera hluti af IT-teymi sem styður við bæði íslenskan og alþjóðlegan rekstur 66°Norður?
Upplýsingatæknisvið 66°North leitar að jákvæðum og lausnamiðuðum einstaklingi með ríka þjónustulund og brennandi áhuga á upplýsingatækni í hlutverk IT notendaumsjónaraðila.
IT notendaumsjón gegnir lykilhlutverki í daglegri notendaumsjón og þjónustu við allt starfsfólk fyrirtækisins. Hann ber ábyrgð á að leiða þjónustu við notendur ásamt því að hanna notendaferla.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Notendaumsjón og þjónusta
- Setja upp vélbúnað og hugbúnað fyrir notendur
- Innleiðing ferla
- Bilanagreiningar
- Aðstoða við stillingar og öryggismál
Menntunar- og hæfniskröfur
- Þekking og reynsla á Microsoft umhverfi (Microsoft 365 admin), Exchange og AD er skilyrði
- Þekking og reynsla á Windows og MAC er skilyrði
- Framúrskarandi samskiptahæfni og rík þjónustulund.
- Jákvæðni, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
- Góð íslensku- og ensku kunnátta í ræðu og riti er skilyrði
Auglýsing birt17. nóvember 2025
Umsóknarfrestur17. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Miðhraun 11, 210 Garðabær
Starfstegund
Hæfni
BilanagreiningHönnun ferlaHugbúnaðarprófanirInnleiðing ferlaMac OSNotendaviðmótTölvuöryggiWindows
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Fulltrúi á skrifstofu
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga

Tækniaðstoð og stafrænar lausnir
Atlantik

Vaktstjóri Breiðholtslaug
Reykjavíkurborg

Viltu starfa í upplýsingatækni?
OK

Starfskraftur afgreiðslu á Höfuðborgarsvæðinu
Frumherji hf

Verkefnastjóri fræðslu og viðburða
Edinborgarhúsið ehf

Uppbyggingarhlutverk á Vopnafirði
Ungmennafélagið Einherji

Liðsauki í skjalavinnslu
Arion banki

Bókari - Klíníkin Ármúla
Klíníkin Ármúla ehf.

Ert þú hugmyndaríkur textasmiður?
Birtíngur útgáfufélag

POS Terminal Representative
Rapyd Europe hf.

Viltu vera í CRAFT fjölskyldunni?
CRAFT / New Wave Iceland