

Tækniaðstoð og stafrænar lausnir
Atlantik er eitt af leiðandi fyrirtækjum í íslenskri ferðaþjónustu með yfir 45 ára reynslu í móttöku ferðamanna.
Við sérhæfum okkur í skemmtiferðaskipum, hvataferðum, ráðstefnum, viðburðum og fágætisferðamennsku, og leggjum áherslu á persónulega þjónustu og fagmennsku í öllu okkar starfi.
Við leitum nú að lausnamiðuðum og tæknivæddum einstaklingi til liðs við okkur í fjölbreytt og skemmtilegt starf við tækniaðstoð og stafræna þróun.
Starfið felur í sér daglega tæknilega aðstoð við starfsfólk, utanumhald tölvubúnaðar, þátttöku í stafrænum umbótaverkefnum og innleiðingu nýrra kerfa og vinnuferla.
Um er að ræða tímabundið starf til sex mánaða með möguleika á framlengingu. Starfshlutfall er 60–100% og vinnutími samkvæmt samkomulagi.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
- Dagleg umsjón með tölvum, símtækjum og öðrum búnaði starfsfólks.
- Uppsetning og undirbúningur vinnustöðva fyrir nýtt starfsfólk.
- Þjálfun starfsfólks í notkun nýrra kerfa og búnaðar.
- Samskipti og samvinna við þjónustuaðila, m.a. Advania, sem sér um hýsingu gagna, notendauppsetningar og tæknilausnir.
- Pöntun og gerð nafnspjalda og starfsmannaskírteina (ID-korta).
- Umsjón og eftirfylgni reikninga tengdum tæknilegri þjónustu.
- Umsjón með skjalavinnslukerfi og yfirfærslu gagna í skýjalausnir.
- Að byggja upp nútímalegt og öruggt tækniumhverfi fyrir fyrirtækið.
- Þarfagreining og greining á tækniþörf innan fyrirtækisins.
- Þátttaka í þverfaglegum umbótaverkefnum.
- Önnur tilfallandi verkefni tengd tæknimálum.
- Menntun sem nýtist í starfi, t.d. á sviði upplýsingatækni eða tölvunarfræði er kostur.
- Góð þekking á tölvukerfum, uppsetningu búnaðar og almennri tækniaðstoð.
- Þekking á Microsoft 365, SharePoint, OneDrive og öryggislausnum Microsoft.
- Hæfni til að útskýra tæknimál á skýran og þægilegan hátt fyrir almennu starfsfólki.
- Skipulögð og lausnamiðuð vinnubrögð.
- Jákvætt viðhorf, frumkvæði og góð samskiptahæfni.
- Góð kunnátta í ensku er skilyrði, önnur tungumál eru kostur.
- Reynsla af sambærilegu starfi er æskileg.
- Lifandi og alþjóðlegt starfsumhverfi.
- Tækifæri til að hafa áhrif á stafræna þróun fyrirtækisins.
- Öflugt félagslíf og reglulegir viðburðir.
- Sveigjanleika í vinnutíma og verkefnum.
Enska










