Hveragerðisbær
Hveragerðisbær
Hveragerðisbær

Sumarstarf á heimilinu Birkimörk í Hveragerði

Óskum eftir að ráða starfsfólk, 18 ára og eldra, í sumarafleysingar á heimili fatlaðs fólks.

Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt og miðast þjónusta heimilisins við að efla færni, auka sjálfstæði og lífsgæði íbúa. Unnið er eftir hugmyndafræði sjálfstæðs lífs og þjónandi leiðsagnar og byggir starf á þjónustu við fatlað fólk á heimilum sínum.

Helstu verkefni og ábyrgð

Starfið felur að styðja og aðstoða íbúa við allar athafnir daglegs lífs og er markmið okkar að veita framúrskarandi þjónustu. Í því felst að aðstoða íbúa við dagleg störf, halda heimili, stunda vinnu og njóta menningar og félagslífs. Um er að ræða vaktavinnu og laun eru greidd skv. kjarasamningi sambands íslenskra sveitarfélaga.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Umsækjandi þarf að vera 18 ára eða eldri
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum og jákvæðni í starfi
  • Frumkvæði, áreiðanleiki og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Hreint sakavottorð
  • Íslenskukunnátta er skilyrði
Auglýsing birt9. maí 2025
Umsóknarfrestur16. maí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Birkimörk 21-27 21R, 810 Hveragerði
Breiðamörk 20, 810 Hveragerði
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.HeiðarleikiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögð
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar