

Starfsmaður óskast á Miðskóga, heimili fatlaðs fólks í Garða
Auglýst er eftir sumarstarfsmanni á heimili fatlaðs fólks í Garðabæ, (á Álftanesi). Um er að ræða vaktavinnu í 80-100% starfshlutfalli frá 1. júní - 18. ágúst (sveigjanlegt). Starfsmaður vinnur aðra hvora helgi. Leitað er eftir jákvæðum og traustum einstaklingi (20 ára og eldri) sem hefur áhuga á málefnum fatlaðs fólks.
Á vinnustaðnum starfa nú 13 manns í mismunandi starfshlutfalli. Í starfshópnum er lögð áhersla á jákvætt og lausnamiðað samstarf.
Um er að ræða lærdómsríkt og fjölbreytt starf þar sem unnið er á dag-, kvöld- og næturvöktum og að jafnaði aðra hverja helgi.
Starfað er samkvæmt lögum og reglugerðum sem tengjast málefnum fatlaðs fólks. Lögð er sérstök áhersla á hugmyndafræði um sjálfstætt líf og valdeflingu. Jafnframt eru höfð að leiðarljósi gildi Garðabæjar: Jákvæðni, fagmennska og áreiðanleiki
- Veita íbúum einstaklingsmiðaða þjónustu við athafnir daglegs lífs, innan og utan heimilis
- Þátttaka í áætlanagerð
- Þátttaka á starfsmannafundum
- Menntun sem nýtist í starfi er kostur svo sem félagsliða- eða stuðningsfulltrúanám
- Reynsla af sambærilegu starfi æskileg
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Góð samskiptahæfni
- Íslenskukunnátta á stigi B2 samkvæmt samevrópskum tungumálaramma (skilyrði)












