Barnaskóli Kársness
Barnaskóli Kársness
Barnaskóli Kársness

Stuðningsfulltrúi í Barnaskóla Kársness

Barnaskóli Kársness auglýsir eftir öflugum stuðningsfulltrúa út skólaárið 2025 - 2026 í 78% starfshlutfall.

Barnaskóli Kársness er nýr skóli sem hýsir fjögurra deilda leikskóla og yngsta stig grunnskóla ásamt frístund. Skólabyggingin er öll hin glæsilegasta sem skapar spennandi tækifæri í skólastarfi fyrir um 60-80 leikskólabörn og um 300 nemendur í 1.-4. bekk.

Stuðningsfulltrúi aðstoðar nemendur náms- og félagslega með það að markmiði að auka færni þeirra og sjálfstæði. Stuðningsfulltrúar gegna mikilvægu hlutverki sem fyrirmyndir og þurfa að geta lesið í aðstæður og brugðist við með viðeigandi hætti. Í starfi stuðningsfulltrúa er einum nemanda ýmist fylgt eftir eða farið á milli bekkja og fleiri nemendum sinnt. Stuðningsfulltrúi vinnur í nánu samstarfi við kennara, sérkennara og deildarstjóra.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Aðstoða nemendur við að vera virkir í skólastarfi
  • Styrkja jákvæða hegðun nemenda
  • Aðstoða nemendur við athafnir daglegs lífs ef þörf er á
  • Styðja nemendur í félagslegum samskiptum
  • Fylgja og aðstoða nemendur í vettvangsferðum
  • Önnur verkefni sem yfirmaður felur starfsmanni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af starfi með börnum æskileg
  • Framhaldsskólamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi
  • Áhugi og metnaður fyrir starfi með börnum
  • Ábyrgð í starfi og stundvísi
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Þolinmæði og góð samskipta- og samstarfshæfni
  • Skipulagshæfileikar
  • Góð íslenskukunnátta
Fríðindi í starfi

Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins

Auglýsing birt10. desember 2025
Umsóknarfrestur5. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Skólagerði 1, 200 Kópavogur
Starfstegund
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar