
Leikskólinn Hraunborg
Fuglarnir 3 vísa í deildarnar okkar þrjár, Lóu-, Spóa- og Þrastaland.
Leikskólakennari/leiðbeinandi
Hraunborg er þriggja deilda leikskóli í Hraunbergi 10 í Breiðholti í Reykjavík. Leikskólinn er staðsettur í jaðri Elliðaárdals og stutt er í skemmtilegar gönguleiðir og opin náttúrusvæði. Í leikskólanum er lögð áhersla á læsi í víðum skilningi, málörvun, stærðfræði, hreyfingu, vettvangsferðir, samskipti og sköpun. Starfað er í anda sjálfsstjórnarkenninga um Jákvæðan aga og í anda heiltækrar skólastefnu með fjölbreyttum starfsháttum og viðfangsefnum til að koma til móts við þarfir ólíkra einstaklinga. Einkunnarorð Hraunborgar og leiðarljós í starfi eru: Leikur, læsi og lífsgleði. Leikskólinn hlaut Regnbogavottun í desember 2025.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt stefnu og skipulagi skólans undir stjórn deildarstjóra.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leyfisbréf kennara, önnur uppeldismenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
- Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg.
- Góð samskiptafærni.
- Frumkvæði í starfi.
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
- Íslenskukunnátta á stigi B2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum.
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar
Fríðindi í starfi
- 36 stunda vinnuvika
- - Sundkort
- - Menningarkort
- - Samgöngustyrkur
- - Hádegismatur
- - Heilsustyrkur
Auglýsing birt11. desember 2025
Umsóknarfrestur25. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Hraunberg 10, 111 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiJákvæðniSamviskusemiSjálfstæð vinnubrögðSkipulag
Hentugt fyrir
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Stuðningsfulltrúi
Árbæjarskóli

Stærðfræðikennari óskast frá og með 1. janúar 2026
Árbæjarskóli

Deildarstjóri - Leikskólinn Ársalir
Sveitarfélagið Skagafjörður

Leikskólinn Hagasteinn: Skólastjóri - nýr skóli
Akureyri

Auglýst eftir íþróttakennara í 30% stöðu á Varmalandi
Borgarbyggð

Velferðarsvið - Ráðgjafi í barna- og fjölskylduteymi
Reykjanesbær

Kennari óskast í leikskólann Nóaborg
Leikskólinn Nóaborg

Óskað er eftir leikskólaráðgjafa
Félags- og skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu

Stuðningsfulltrúi í Barnaskóla Kársness
Barnaskóli Kársness

Leikskólakennari óskast í Barnaskóla Kársness
Barnaskóli Kársness

Starfsmaður í sérkennslu á leikskólastigi Barnaskóla Kársness
Barnaskóli Kársness

Frístundaleiðbeinandi í félagsmiðstöðina Hellinn
Frístundamiðstöðin Miðberg