
Sólheimar ses
Sólheimar hafa starfað að mannrækt, umhverfis- og menningarmálum í 84 ár. Í byggðarhverfinu Sólheimum búa og starfa um 100 manns. Rekin er fjölþætt atvinnustarfsemi með garðyrkjustöð, skógræktarstöð, verslun, kaffihúsi, bakaríi, matvinnslu, jurtastofu og gistiheimili. Á staðnum eru fimm mismunandi listasmiðjur, leirgerð, listasmiðja, kertagerð, vefstofa og smíðastofa. Menningarstafssemi er fjölþætt og á Sólheimum er listhús, sýningarsalir, höggmyndagarður, trjásafn, kirkja, fræðasetrið Sesseljuhús og íþróttaleikhús.

Stuðningsfulltrúar í félagsþjónustu Sólheima
Félagsþjónusta Sólheima óskar eftir að ráða stuðningsfulltrúa til starfa sem fyrst, til að aðstoða þjónustunotendur í sjálfstæðri búsetu sem og með búsetu í íbúðakjarna.
Um er að ræða tvær fastar 100% stöður, auk afleysingastöðu. Einnig er möguleiki á hlutstafi, ýmist á dagvaktir eða kvöld- og helgarvaktir. Í 100% stöðum þjónustufulltrúa, er unnið í vaktalotum, langar vaktir í 6 daga og frí í 8 daga.
Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af störfum með fötluðu fólki, sé jákvæður og hafi ríka þjónustulund. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Bárunnar stéttarfélags við Sólheima ses.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Veita íbúum aðstoð við athafnir daglegs lífs
- Dagleg umsjón með heimilishaldi, þrifum og öðrum tilfallandi verkefnum
- Hvetja íbúa til virkni, þjálfunar og þátttöku í félagslífi
- Samstarf við íbúa, aðstandendur og annað starfsfólk
- Tryggja að framkvæmd þjónustu sé í samræmi við lög og reglur
Menntunar- og hæfniskröfur
- Góð íslenskukunnátta
- Sveigjanleiki og hæfni í mannlegum samskiptum
- Frumkvæði, jákvæðni og sjálfstæð vinnubrögð
- Reglusemi áskilin
- Starfsmaður skal hafa hreint sakavottorð
- Reynsla af umönnunarstörfum æskileg
- Bílpróf æskilegt
- Starfsmaður þarf að starfa í samræmi við gildi Sólheima
Fríðindi í starfi
- Aðgangur að líkamsrækt og sundlaug.
Auglýsing birt10. desember 2025
Umsóknarfrestur21. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Sólheimar 168279, 801 Selfoss
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiJákvæðniÖkuréttindiSjálfstæð vinnubrögðUmönnun (barna/aldraðra/fatlaðra)Þjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Viltu vera á skrá? Umönnun á Landakoti
Landspítali

Teymisstjóri í íbúðakjarna fyrir fólk með fatlanir
Skrifstofa starfsstöðva og þróunar

Háskólamenntaður starfsmaður í skóla – og skammtímaþjónustu Þórunnarstræti 99 Akureyri
Akureyri

Umönnunarstarf á endurhæfingardeild Landakoti
Landspítali

Ráðgjafi
Vinakot

Stuðningsfulltrúi óskast í SkaHm þekkingarmiðstöð
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Skemmtilegt starf í Keflavík!
NPA miðstöðin

Deildarstjóri í búsetukjarna Rökkvatjörn 3
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Starfsfólk til starfa við heimastuðning
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Traust aðstoðarkona óskast
NPA miðstöðin

Teymisstjóri á heimili fyrir börn
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Starfsmaður á heimili fyrir fatlað fólk – Smárahvammur
Hafnarfjarðarbær