Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær

Starfsmaður í skammtímadvöl - Svöluhraun

Hafnarfjarðarbær óskar eftir að ráða glaðlynda og áhugasama starfsmenn í nýja skammtímadvöl fyrir fötluð börn. Starfshlutfall er 30% í vaktavinnu og þarf viðkomandi að geta unnið morgun-, kvöld-, nætur- og helgarvaktir.

Unnið er eftir hugmyndafræðinni þjónandi leiðsögn.

Skammtímadvöl er fyrir fötluð börn og ungmenni og er misjafnt hvað þau dvelja lengi í senn. Hlutverk með skammtímadvöl er að veita börnum og fjölskyldum þeirra stuðning. Á meðan á dvöl stendur fá börnin og ungmennin aðstoð við sín daglegu verkefni, njóta umönnunar og afþreyingar.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Aðstoða fötluð börn við athafnir daglegs lífs og umönnun
  • Skipuleggja afþreyingu og virkja börn og ungmenni til ýmissa tómstunda.
  • Samskipti við foreldra
  • Almenn heimilisstörf
  • Önnur verkefni skv. starfslýsingu

Hæfniskröfur:

  • Reynsla af sambærilegu starfi kostur
  • Einlægur áhugi á málefnum fatlaðra barna
  • Mikilvægir eiginleikar eru sveigjanleiki, samviskusemi, lipurð og jákvætt viðhorf
  • Hugmyndaauðgi
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Góð íslenskukunnátta
  • Starfið krefst góðs líkamslegs atgervis

Skilyrði er að viðkomandi hafi náð 20 ára aldri og hafi hreint sakavottorð.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Þorsteinn Már Bogason yfirþroskaþjálfi í síma: 585-5768, netfang: [email protected]

Umsóknarfrestur er til og með 25. júlí 2025

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsmannafélag Hafnarfjarðar

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Auglýsing birt11. júlí 2025
Umsóknarfrestur25. júlí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Strandgata 6, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar