Hlymsdalir Egilsstöðum
Hlymsdalir Egilsstöðum
Hlymsdalir Egilsstöðum

Starfsmaður í dagþjónustu - tímabundið starf

Um er að ræða 80%-100% tímabundið starf í Hlymsdölum á Egilsstöðum. Unnið er í dagvinnu alla virka daga. Ráðið er í starfið út mars 2026.

Starfsmaður þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Markmið starfsins er að veita notendum í dagþjónustu, félagslegan og persónulegan stuðning ásamt útkeyrslu á mat í hádeginu.

Félagsmiðstöðin Hlymsdalir er til húsa við Miðvang 6, Egilsstöðum. Í Hlymsdölum er starfrækt félagsstarf fyrir eldri borgara skv. lögum um málefni aldraðra.

Næsti yfirmaður er forstöðumaður Hlymsdala.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Veita dagþjónustunotendum félagslegan og persónulegan stuðning
  • Útkeyrsla á mat í hádegi
  • Aðstoð við önnur störf 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Góð íslenskukunnátta er skilyrði
  • Þekking á málaflokki aldraða er kostur
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum, hæfileiki til samvinnu, sveigjanleika og tillitssemi
  • Frumkvæði í starfi, skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð
  • Þekking og reynsla sem nýtist í starfi er kostur
  • Bílpróf skilyrði
Auglýsing birt9. júlí 2025
Umsóknarfrestur23. júlí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Miðvangur 6, 700 Egilsstaðir
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.EldhússtörfPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.ReyklausPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.TóbakslausPathCreated with Sketch.VeiplausPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar