Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær

Starfsmaður í Nýsköpunarsetur

Hafnarfjarðarbær óskar eftir að ráða öfluga starfsmenn til starfa í hlutastarf í ungmennafélagsstarfi í Nýsköpunarsetri Hafnarfjarðar. Nýsköpunarsetur er að hluta til ný starfsstöð þar sem aðstaða er til lista- og nýsköpunar fyrir bæjarbúa. Sérstök áhersla er lögð á nýsköpunarþjónustu við bæjarbúa og skapandi fjölbreytt lista- og félagsstarf fyrir ungmenni.

Óskað er eftir starfsmönnum með skapandi hugsun til að starfa með ungu fólki, 16-24 ára, síðdegis og á kvöldin sem áhuga hafa á t.d. list, tónlistarsköpun eða ýmiskonar félagsstarfi. Starfsmenn standa fyrir opnu starfi, skipuleggja viðburði og verkefni og styðja við hópa- og klúbbastarf ungmennanna.

Hér er um að ræða starf frá ágúst 2025 til júní 2026. Opnunartími ungmennahússins er á milli 15-22 á virkum dögum og er vinnutími og starfshlutfall eftir samkomulagi og hentar því vel skólafólki.  

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Veita ungmennum stuðning við lista- og tómstundatengd verkefni.
  • Starfa í opnu húsi þar sem fjölbreytt starfsemi getur dafnað.
  • Stuðla að velferð og félagslegum þroska ungmennanna.
  • Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni

Menntun- og hæfniskröfur:

  • Reynsla af sambærilegum störfum æskileg
  • Hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Þjónustulund og jákvæðni í starfi.
  • Frumkvæði og samviskusemi.
  • Áhugi á málefnum ungs fólks.

Skilyrði er að viðkomandi hafi náð 18 ára aldri og hafi hreint sakavottorð.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Bryndís Steina Friðgeirsdóttir [email protected], 664-5575.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsmannafélag Hafnarfjarðar.

Umsóknarfrestur er til og með 6. ágúst 2025

Greinagóð ferilskrá og kynningarbréf þar sem tekið er fram hvaða daga og starfshlutfall leitast er eftir.

Öllum umsóknum verður svarað eftir að umsóknarfrestur er liðinn og unnið hefur verið úr umsóknum.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Auglýsing birt9. júlí 2025
Umsóknarfrestur6. ágúst 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Strandgata 6, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar